Bænavikan - 04.11.1972, Síða 18

Bænavikan - 04.11.1972, Síða 18
vantrúaröld, sýna fyrir söfnuð sinn hinn undursamlega kraft sinn til að frelsa. „Þeir sem vænta Guðs í auðmýkt . . . hljóta anda Guðs. Kraftur Guðs býður þess að um hann sé beðið og á móti honum sé tekið.“ Þrá aldanna, bls. 672. Hann hefur veitt okkur aðgang að miklu og dýrmætu fyrirheiti, hinni óend- anlegu miklu gjöf Heilags Anda og miklu ljósi svo að við gætum uppfyllt vonir hans. Höfum við trú til að tileinka okkur fyrirheitin og gera þau að raunveruleika í lífi okkar og í söfnuðinum? Eða erum við forviða andspænis fyrirheitunum sökum þess að við erum ófús til að uppfylla þau skilyrði, sem tryggja uppfyllingu þeirra? Þetta er óhjákvæmileg spurning fyrir hinn síðasta söfnuð. Þegar ísrael brást var það vegna þess að þeir í þrjózku neituðu að trúa, eftir að hafa heyrt hvatningarorð, sem kölluðu þá til trúar. „Því að fagnaðarerindið var oss boðað eigi síður en þeim: er orðið, sem þeir heyrðu, kom þeim eigi að haldi, vegna þess að það samlagaðist ekki trúnni hjá heyrendunum." Heb. 4, 2. Sú trú, sem Guði geðjast að, sú trú sem gerir fólk Guðs að virkum og kröftugum vottum er meir en „það eitt að sam- þykkja sannleikann vitsmunalega .. . frelsandi trú er athöfn, sem tengir þá, sem taka á móti Kristi í sáttmálasambandi við Guð.“ Sama, bls. 347. Það felur það í sér að afneita sjálfum sér algjörlega og því sem við getum gert, og gera sig algerlega háð Guði dag frá degi og því sem hann einn getur gert. Frels- andi trú leiðir til heilshugar hlýðni og að gefast Guði að fullu. Saga er sögð um það, er John G. Paton, fyrsti trúboði á Kyrrahafseyjum, var að vinna að þýðingu sinni á Nýja Testa- mentinu á tungu fólksins, gat hann ekki fundið orð til að lýsa trú. Það virtist ekki vera nein slík hugsun í þeirra tungumáli. Hann var næstum búinn að gefast upp í örvæntingu, þegar einn af aðstoðarmönnum hans meðal eyjarskeggja kom inn frá því að vinna í garðinum. Þegar hann settist niður þreyttur af áreynslunni, þá sagði hann orð sem þýddi: „ég legg allan þunga minn hér.“ „Það er orðið sem mig vantar,“ hrópaði Paton. „Trú er að láta alla veru okkar hvíla á Jesú Kristi og orði hans.“ 16

x

Bænavikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.