Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 42

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 42
var ekki í storminum. Eftir það var jörðin skekin af land- skjálfta, en Drottinn var ekki í jarðskjálftanum. Þar næst kom eldur, sem Drottinn var heldur ekki í. En eftir eldinn kom blíður vindblær. í honum talaði Drottinn, og Elía hlust- aði með athygli. Oft er það svo að við heyrum ekki þessa hljóðlátu rödd Guðs í kirkjunni, vegna alls hins ytra, sem truflar. I guðsþjónustunni er þörf á þátttöku einstaklingsins, ekki einungis í söng, bæn og íhugun, heldur einnig með persónu- legum vitnisburði um gæzku Guðs. Sjálfur ólst ég upp í söfn- uði, þar sem tilbeiðslan fól í sér þátttöku einstaklingsins á lofgjörðar- og bænasamkomum, en þær fóru fram í viku hverri. Þessar bænir og vitnisburðir höfðu varanleg áhrif á mig. Ég heyrði safnaðarfólkið — foreldrar mínir þar með taldir — helga líf sitt Guði í áheyrn alls safnaðarins. Oft var svo að sjá sem þetta opnaði flóðgáttir himinsins. Hjörtu voru sam- einuð fyrir áhrif Andans. Tvímælalaust öðlaðist fólkið styrk við það að leggja þannig þarfir sínar fram fyrir Guð. Um slíkar samkomur skrifar boðberi Drottins þetta: „Við komum saman til þess að uppbyggja hvert annað með því að skiptast á hugsunum og tilfinningum — til þess að öðlast styrk og ljós og kjark með því að kynnast vonum og þrám hvers annars. Og frá uppsprettu kraftarins hljótum við endurnæringu og kraft. Þessar samkomur ættu að vera hinar verðmætustu, og þær ber að gera ánægjulegar fyrir alla, sem smekk hafa fyrir andlegum hlutum." 2. Test., bls. 578. Sé nú ekki hægt að hafa bæna- og vitnisburðarsamkomur á hvíldardögum kl. 11 — hvers vegna þá ekki að gera bæna- samkomuna á miðvikudagskvöldum að sannri andlegri hátíð? Eigum við kannske of annríkt til þess að koma á slíkar sam- komur? Væri ekki viðeigandi að gera það heit í þessari bæna- viku að sækja þessar samkomur í framtíðinni? Að vísu geta slíkar samkomur orðið gagnslausar og óaðlað- andi, sé lítið til þeirra vandað. En ef rétt er á málum haldið, geta þær orðið verðmætt hjálparmeðal til þess að safnaðar- fólkið haldi stefnunni markvisst til hins himneska Kanaan. Á þessari öld ofþenslu og amsturs þurfum við á því að halda að koma saman til þess að lofa Guð fyrir gæzku hans. „Allur himininn hefur áhuga á samkomum Guðs barna. Þar er hlýtt á lofgjörð þína, og hún blandast lofgjörð himinsins og endurómar þar sem vitnisburður þess, að dauði Jesú fyrir hinn fallna heim var ekki árangurslaus." 6. Test., bls. 366. 40

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.