Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 8
vita af nálægð móður sinnar, vita að þau geti sífellt leitað til hennar með spurningar sínar og vandamál eða hjúfrað sig í faðm hennar af hreinni ástúðarþörf. Eftir þessu munu skilningsríkar mæður hafa tekið. — Þegar eg var að semja þetta spjall um dag- inn, leit inn til mín miðaldra kona, sem eg þekki. Hún fór að segja mér frá barnabörn- um sínum og bera þau saman við sín eigin börn, þegar þau voru á sama aldri. Hún sagði m. a. þetta: „Þegar mín börn komu lieim úr skólanum, kölluðu þau alltaf ,mamma‘ og leituðu mig uppi, en nú eru ungu konurnar ekki heima, þær eru í vinnu, þegar börnin koma, og þau verða að sjá um sig sjálf.“ Enn þá eru ungar mæður tæplega jafn oft fjarri heimili sínu og hún virðist álíta, þó að margt knýi í þessa átt. Hins veg- ar munu margar mæður kannast við það hátterni barnanna, sem hún lýsir, og það tal- ar sínu rnáli. Börn þurfa að njóta þessara móðurlegu töfra, sem létta vonbrigðum og ótta af ungum hug. Þeim er þetta nauðsyn- legt til þess, að með þeim þróist sú öryggis- kennd, sem er skilyrði fyrir geðrænu jafn- vægi og þroskuðum persónuleika. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í ýms- um löndum á hegðun ungmenna og þeim uppeldiskjörum, sem þau nutu í bernsku, hafa leitt ótvírætt í ljós, að þeim börnum, sem nutu óslitinna samvista við móður sína allt frá fæðingu, hættir miklu síður til að leiðast út á glapstigu heldur en börnum, sem ólust upp aðskilin frá móður sinni. Hin fyrr- nefndu sýna miklu meiri andlegan og sið- ferðilegan þroska, eins þótt foreldrar þeirra búi við kröpp kjör. Niðurstöður slíkra kann- ana sýna, að áhrifin frá móðurinni grípa djúpt inn í verund bamsins og alla þróun þess. Ef þau tengsl rofna, leiðir það oft til röskunar á geðrænu jafnvægi barnsins og veldur móðurinni miklum sársauka. Þessar staðreyndir sýna, að örðugt mun reynast að finna fullgildan staðgengil móð- urinnar, nema þegar svo ber til, að hann óskar að taka barnið sem sitt eigið. Ef barn skilst frá móður sinni bráðlega eftir fæð- ing, en önnur kona gengur því varanlega í móðurstað, þá myndast oftast sterk ástúðar- tengsl milli þeirra eins og barnið væri henn- ar eigið afkvæmi. Af þeim umskiptum bíða börn sjaldan geðrænt tjón. Þó að ást móður sé barninu mikilvæg, þarf hún ekki að vera bundin yfir því sí og æ. Ef tilfinningasamband þeirra er óraskað, þolir það oftast vel nokkurra vikna aðskiln- að, t. d. vegna nýrrar fæðingar. Vitanlega veltur mikið á því, hvernig barnið er búið undir slíkan skilnað og hvaða umönnunar það nýtur, meðan á honum stendur. En mestu varðar þó, að það finni móðurfaðm- inn jafn opinn, þó að lítið systkin hafi bætzt í hópinn. Annars er hætt við að vanréttis- kennd og afbrýðissemi vakni. Þetta er nokk- uð vandasamt atriði, sem ungar mæður ættu að gefa meiri gaum en almennt gerist. Það kemur vitaskuld oft fyrir, að ungt barn þarf um stundarsakir að skiljast frá móður sinni, m. a. vegna veikinda. Ef barn þarf að dvelja á sjúkrahúsi, getur móðirin ekki annað gert en að heimsækja það eins oft og læknar þess leyfa og fullvissa það um að það fái bráðum að koma heim til henn- ar. Aðskilnaður fær minna á barnið, þótt móðirin leggist á sjúkrahús, ef það sjálft er heima í venjulegu umhverfi sínu að öðru leyti. Vegna þessara áhrifa kunnugleikans er betra að skilja ungt barn eftir heima en að taka það með í ferðalag. Ung börn þola ferðalög illa, enda raskast þá dagleg regla. 52 HEIMILI OG SKOLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.