Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 25
leyti í þeim tilgangi að kynna börnunum nokkur tónskáld og tónverk þeirra, og hvað þau segja okkur með verkum sínum. Hef ég margreynt, að það er auðveldara, en marg- an grunar, að fá börn til að hlusta og njóta sígildrar tónlistar. Segulbandstæki hef ég notað við þessa kynningu. Er það sígilcl tónlist eða dægurlög? Sígild tónlist og hvers konar þjóðlög. Telur þú, að allir listgreinar, séu af sömu rót runnar? Já. Hinar ýmsu listgreinar eru mér sem greinar á sama meiði, allar af sömu rót runnar, fullar lotningu fyrir lífiriu og skap- ara þess, þrungnar barnslegri einlægni og hógværð. Virðum fyrir okkur hina klassísku fegurð grískra höggmynda, og málverka Rafaels, hlustum á tónverk Mozarts, lesum kvæði Jónasar og teflum skákir heimsmeist- arans fyrrverandi, Capablanca, og við mun- um finna sameiginlegan streng, og svo mætti lengi telja. Skapa listir betra og víðsfnna fólk? Já, ég álít að læri börn og unglingar að meta og virða verk hinna miklu meistara listarinnar í aldaraðir, hafi þau eignazt dýrmætan fjársjóð, sem enginn getur frá þeim tekið. Um leið verði þau betra og víð- sýnna fólk. Þetta hefur einn vinur rninn orð- að þannig: Þroskaður smekkur er það, sem við getum kallað menningu, og listin er sá hverfisteinn, sem smekkurinn skal brýnd- ur á. Að loknu viðtalinu skoðum við skólann og aðstöðu teiknikennarans þar. Teiknistof- an er stór og björt kennslustofa, skreytt myndum barnanna. Við kennaraborðið er StúikQ á upphiut. Hópvinna, 12 óra börn. (Olíukrít 150 sm x 100 sm.) málaragrind og í henni ófullgert málverk af Akranesi. — Hér fæ ég að vinna í sumarleyfinu og það er líka rnikils virði, segir Magnús bros- andi. Af fyrri kynnum, veit ég, að kennslan og uppeldismálin eru hans hjartans mál, en jafnhliða því, er listsköpunin sterk og fær útrás í málverkum, sem nú prýða heimili margra. Frammi á skólagöngunum eru stórar myndir eftir börnin. Skreyting þessi er til mikillar prýði og er óvíst að verk þekktra HEIMILI OG SKÓLI 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.