Heimili og skóli - 01.08.1970, Qupperneq 15

Heimili og skóli - 01.08.1970, Qupperneq 15
fyrir jól og síðan síðast á skólaárinu. Skoð- ast voreinkunnin vetrareinkunn nemandans. í þessari einkunn er innifalið mat kennar- ans á báðum námstímabilum og skal meira tillit tekið til hvernig nemandinn stóð sig síðara námstímabilið. Sýni nemandinn virkilegan námsáhuga síðustu mánuðina, er hann látinn njóta þess. Jafnframt þessu er tekið tillit til þess, hvert er markmiðið við námið, hver námsgrein er veigamest og hvernig nemandinn hefur valdið aðalatrið- um námsefnisins. Falleinkunn. í skyldunámsskólum Svíþjóðar þekkist ekki falleinkunn. Nemendur eru ekki látnir endurtaka bekk, nema undir sérstökum kringumstæðum og þá eftir óskum foreldra. Séu þær fyrir hendi, eru allar aðstæður metnar og síðan tekin ákvörðun. Nemendur, sem dragast aftur úr, eiga hinsvegar kost á meiri eða minni hjálpar- kennslu, ýmist í hópum eða einstaklings- lega. Stöðluð próf eru allmikið notuð, en þau eru ekki þekkingarpróf, heldur kennurum til aðstoðar, þegar þeir vilja kanna hvort kennslan eða kennsluaðferðin, sem notuð er, beri tilætlaðan árangur. Með þeim er hægt að bera saman árangur bekkjardeilda á sama aldursstigi um land allt og skapa sér þannig viðmiðun varðandi sinn bekk. Ytri gerð. Hér að framan hefur lítillega verið drep- ið á innri gerð sænskra skólamála þ. e. a. s. skólaskyldu, skólastig, skólaþroskapróf, starfsfræðslu, kennaramenntun, kennslu- skyldu, námstilhögun, heimavinnu nemenda, einkunnagjöf o. fl. Nú á eftir mun ég lítil- lega gera grein fyrir hvernig sænskir skólar komu mér fyrir sjónir og hvaða munur er á íslenzkum og sænskum skólabyggingum. Að sjálfsögðu kynntist ég aðeins fáum skólum í Svíþjóð, en ég hef áður séð allmikið af dönskum skólum og virðist sem ákveðnar hliðstæður séu þar að finna. V íkingaskólinn. í Kungálv var okkur boðið að skoða fjög- urra ára skóla, sem ber heitið Yíkingaskól- inn. Þetta er skóli fyrir börn frá 1.—9. hekk. Skólinn er byggður í álmum og á einni hæð. Hann er vandaður að allri gerð og lóð- inni er skipt niður í grassvæði, malbikaða reiti og blómasvæði. Það sem við tökum strax eftir í nýjum skólum á Norðurlöndum, en er naumast til í íslenzkum skólum er eft- irfarandi: 1. Sérstök álma, eða hluti úr skólanum, er ætlaður til eðlisfræðikennslu, landa- fræðikennslu, náttúrufræðikennslu og teiknikennslu. Fyrir þessi sérfög eru ákveðnar stofur með tilheyrandi kennslu- tækjum, sem oft eru mikil að vöxtum. í eðlisfræðikennslustofunni geta kennslu- tækjaskápar skipt tugum, en auk þess fylgja hverju vinnuborði vaskur og geymsluhólf. 2. Almennum kennslustofum fylgir gjarnan lítil stofa fyrir enda, þar sem hluti af nemendum stofunnar getur unnið í kyrr- þey að ákveðnum verkefnum, sem kenn- arinn kann að setja fyrir. Þar starfa leið- togar hópanna, sem undirverkstjórar kennarans. 3. Vinnuaðstaða kennaranna er að jafnaði mun betri en hér tíðkast. Þó munu nýj- HEIMILI OG SKÓLI 59

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.