Heimili og skóli - 01.08.1970, Qupperneq 6

Heimili og skóli - 01.08.1970, Qupperneq 6
utan heimilis stendur henni til boða, en starf hennar í þágu heimilis síns og barna hefir aldrei verið metið til beinna launa. Samtímis gerir konan kröfu til menntunar, sem sé sambærileg við þá menntun, er karl- ar njóta, enda stenzt hún ekki samkeppni við þá á vinnumarkaðinum án slíkrar mennt- unar. En nám er ekki aðeins réttindaatriði; það kostar langan tíma. Eins og karlar þurfa konur að verja til þess drjúgum kafla úr ævi sinni. Þannig draga tvær rammar taugar konuna frá þeim vettvangi, sem hún hefir helgað krafta sína frá ómunatíð: heimili sínu og uppeldi barna sinna. Af þessari breytingu á ytri högum leiðir hugarfarsbreyting hjá konum, sem orkar að vísu ekki með fullum þunga enn, en mun koma skýrar fram á næstu árum. Konan er að varpa af sér ambáttarkufli sínum og heimtar fullt frelsi til allra ákvarðana sinna og athafna, einnig um það, hvort og að hve miklu leyti hún bindur sig við móðurhlut- verkið. Vísindaþekking og samfélagshug- sjónir nútímans auðvelda henni þetta. í fyrsta lagi getur kona í siðmenntuðu nútíma-þjóðfélagi séð sér farborða á eigin spýtur og þarf ekki að ganga í hjónaband af öryggisástæðum, svo sem áður var títt. í öðru lagi: Þótt hún gangi í hjónaband, getur hún samt ráðið því, hvort hún eignast börn: Það er nú á valdi hverrar upplýstrar konu að takmarka frjósemi sína og koma í veg fyrir fæðing barna fram yfir það, sem hún óskar sjálf. Með þessum hætti getur hún ráðið því, hve fast og hve lengi hún er bund- in við uppeldi barna sinna. Loks getur hún í þriðja lagi falið öðrum uppeldi þeirra. Þær opinberu uppeldis- stofnanir, sem upphaflega voru ætlaðar til að veita foreldraheimilinu aðstoð við upp- eldi og fræðslu barnanna, yrðu þá sífellt að taka uppeldið allt meira og meira í sínar hendur, í vöggustofum, dagvistarheimilum, ýmsum tegundum uppeldisstofnana, og loks væri skólunum ætlað að taka á sig allt upp- eldi nemenda samhliða kennslunni. Allt þetta styður að framgangi þeirrar skoðunar, að mæður séu ekki og eigi ekki að vera ómissandi í uppeldishlutverkinu né bundnar við heimilisstörf framar en þær kjósa sjálfar. II. Ognvekjandi byltingar hafa tíðum geng- ið yfir þjóðir Evrópu, fáeinar hafa markað djúp spor í þróun samfélags og menningar, en flestar hafa horfið áhrifalítið í fortíð og gleymsku. En á okkar tíð er að gerast bylt- ing, sem lætur ekki hátt yfir sér og enga ógn vekur, en mun fléttast sem sterkur þáttur inn í samfélags- og menningarþróun álfunn- ar og raunar alls mannkyns. Kveikjan að þeirri byltingu er sú krafa kvenna, sem ég drap á áðan, um óskoraðan rétt til æðstu mennta og til samkeppnisaðstöðu á atvinnu- markaðnum í samræmi við menntun sína. Sú krafa er sanngjörn og virðist í fljótu bragði auðveld til fi-amkvæmdar. A því leik- ur enginn vafi, að konan býr yfir skapandi andlegri orku, sem hefir ekki fengið að njóta sín nema að litlu leyti, bæði vegna þess að allur þorri kvenna hefir öldum saman verið lokaður úti frá menntun og í öðru lagi verið bundinn við þungun, fæðing, uppeldi barna og heimilisannir hvers konar. Tækni- menntuð þjóðfélög nútímans hafa hins veg- ar nær ótakmarkaða þörf fyrir sérhæft vinnuafl til framleiðslu- og þjónustustarfa, svo að segja má að krafa þeirra um hagnýt- 50 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.