Heimili og skóli - 01.08.1970, Side 34

Heimili og skóli - 01.08.1970, Side 34
Hafa ber í huga, að lögmál náms og kennslu eru ekki hin sömu. Því er örugglega rangt að meta árangur nemenda og kennslu kenn- ara á sömu mælistiku. Þessi vandi er flókn- ari. Báðir eiga nokkuð á hættu og ber þeim því að sýna hvor öðrum fyllstu nærgætni og tillitssemi. Að því leyti sem próf og náms- mat er notað sem dómur um nemendur og kennara, skal fara með hann sem persónu- legt einkamál og aðeins beita honum sem klínisku hjálpartæki (sálfræðileg ráðgjöf). Almenn reynsla hefur leitt í ljós, að nám án prófa stuðlar að losaralegum vinnubrögð- um og lélegum árangri. Ur þessum ágalla má bæta með breyttum vinnubrögðum, m. a. með því að breyta námsmatinu úr mælingu á magni afkasta í greiningu á gæðum starfs- ins (kvalitativ analyse av processen). Tekið skal fram, að nemandi mun ávallt þurfa að tileinka sér efnislega inntak námsgreinar, ef fullnægja á kröfum um gæði starfsins, sem aftur er grundvöllur menntunar í eiginlegri merkingu. 5. Kennurum og nemendum er nauðsyn að gagnrýna verk sín. Verkið á að hlutgera (objektifisera), manninn ekki. Sjálfsmatið, sem hver og einn gerir — eða ætti að gera — með hliðsjón af verkum sínum er einka- mál, nema öðru vísi sé ákveðið. Uppeldis- gildi sjálfsmats er háð viðkomandi aðila. Nemandi eða einstaklingur verður að kveða sjálfur upp þann dóm og heyja sér þannig aukna sjálfsþekkingu og raunsæi sem er grundvöllur manngildis. Nemandinn og raunar kennarinn líka verða að taka gildis- afstöðu og meta sig sjálfir, þar sem enginn annar er fær um það og enginn annar má gera slíkt mat. Annað mál er, ef einstakling- ur er sjálfráða og tekur eigin ákvörðun að heyja „opinbera“ samkeppni um réttindi. Vinna og agi nauðsyn. 6. Það er blekking, sem sennilega á sér rætur í lítilsvirðingu á námstregum nem- anda, ef gripið er til þess að sleppa náms- mati og láta nemandann „fljóta með“ undir því yfirskyni að honum líði betur. Slíkt er jafn skaðlegt þekkingarlega sem uppeldis- lega. Heilbrigð þróun persónuleikans og þar með „eðlilegri“ námsárangur krefst ávallt vinnu, sjálfgleymis og aga. Afburðaárangur við líkamlega vinnu jafnt sem á andlegu og listrænu sviði krefst ávallt mikils sjálfsagæ Kvíði og sársauki er óhjákvæmilegur fylgi- fiskur lífs, sem er þess virði að lifa því. Hér er ég opinskátt að gagnrýna viðhorf eins og aðlögunarkenningarnar, þar sem haldið er fram að aðlögun og hamingju tilfinning séu nothæf sem endanlegur mælikvarði á geð- heilsu. Eg tel, að hér hafi menn víxlað grundvallarskilyrðum og markmiðum. Ég get ekki farið nánar inn á rökræður um þessa hluti, en ég neita að ég hafi með því að taka þessa afstöðu, játast hugsæisstefnn (idealisme). Eftir mínu áliti hefur þessí mínu áliti hefur þessi stefna alltaf gefið í skyn að fátækt og eymd væru eðlileg og (*■ hjákvæmileg mannleg kjör, sem þar að auki hefði það í för með sér að fólk við góðar að- stæður geti unnið „góðverk“, siðfræðileg verk (etiske handlinger). 7. Um aldir hefur verið deilt um gildi þjálfunar og hins vegar þess, sem óljóst er nefnt menntun. Ég vil halda því fram, að munurinn liggi í því, að annað er aðallega verkbundið en hitt snertir innri gerð per- sónuleikans, er „selv orientert“. Hvort tveggja er nauðsynlegt en hentar misjafn- lega hverjum nemanda, þar sem taka verður tillit til hæfileikastigs, fræðslu og fyrri menntunar, aldurs og þjóðfélagsaðstoðu. HEIMILI OG SKÓLI 78

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.