Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 29

Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 29
fyrst í skólanum, síðan í sjálfu lífinu, m. a. í gervi lægri launa, sem veita minni „status“. Eða eru öll þessi öfl oft að verki, sem svo hefur í för með sér, að námsárangri hrakar enn, en geðheilsa og skapgerð nemenda bíð- ur varanlegt tjón. Þessi sjónarmið, sem hér eru dregin ýktum dráttum, gera vitanlega einfaldari þau vandamál, sem við er að glíma. Á Norðurlöndum t. d. hefur vissu- lega stefnan verið sú, að jafna aðstöðu neni- enda innan skólans, m. a. með því að lengja sameiginlegt nám, fjölga valgreinum, draga úr ofnotkun einkunna og minnka skipu- lagða námsgreiningu (organisatorisk diff- erentiering). Þess í stað hafa menn aukið fræðslugreiningu (pedagogisk dimmerenti- ering) innan hvers bekkjar og síðustu árin hefur verið lögð sífellt meiri áherzla á ein- staklingskennslu. Engu að síður er það skoð- un mín, að grundvallaraðstöðumunur nem- enda haldist með einhverjum hætti ennþá og sé ein mikilvægasta staðreynd í gerð (struk- tur) skólans og lífi nemenda. Því miður er ég ekki nægilega kunnugur þróuninni í Skandinavíu. Sennilega eru skoðanir mínar óafvitað mótaðar af sérstök- um vandamálum Islands í skólamálum og þess vegna minna virði fyrir starfsbræður mína í Skandinavíu. Réttindabót og gildisviðhorf. Eg mun nú á einfaldan hátt útskýra skoð- anir mínar á stöðu hins námstrega nemanda: 1. Hinn námstregi verður yfirleitt að láta sér lynda verkefni og vinnulag, sem miðast við hugsanagang og atferli hinna náms- greindu. Tiltölulega góð menntun og náms- hæfileikar kennara leggjast með nokkrum hætti á sömu sveif. Þetta er í sjálfu sér ósann- gjarnt. heimili og skóli 2. Það líkan (model), sem vanalega er notað sem grundvöllur að einkunnagjöf, þ. e. a. s. normal kúrfan, sem reyndar hefur verið talin framför frá handahófskenndri einkunnagjöf margra kennara áður fyrr, þvingar einkunnagjöf, skv. normal dreif- ing, á námsárangur allra nemenda. Þannig er líklegt að helmingur nemenda í hverjum bekk, sem skipað er í af handahófi, verði fyrir neðan meðallag. 3. Margar athuganir og tilraunir styðja þá skoðun, að slík niðurröðun á nemendum lami sjálfsvirðingu þeirra og námsáhuga. Námsárangur verður því minni en efni standa til. Ég mun seinna geta nokkurra hug- mynda í þessu sambandi. 4. Á sama hátt er sennilegt, að þessi nei- kvæði dómur um verulegan hluta nemenda setji varanleg merki á skapgerð þeirra og geðheilsu og auki á óviid þeirra og andfé- lagslegar hneigðir. 5. Sýndarúrræði, þar sem dregið er úr námskröfum, próf afnumin og því um líkt, sem getur orkað líkt og tilraun til að blekkja nemendur, gera þeim lífið notalegt, munu ekki reynast til bóta, þegar til lengdar læt- ur. Urræðin verða að eiga uppruna sinn í breyttu viðhorfi og mati á markmiðum skól- ans, hæfileikum og aðstöðu nemenda og verðmætum eða gildum (verdier) samfé- lagsins. A fburðanemendur. Eg leyfi mér smáútúrdúr. — Það mun vera almennt viðurkennt, að baráttan fyrir sérkennslu vangefinna og afbrigðilegra nemenda hafi ekki einungis orðið þeim nem- endum til hagsbóta, heldur átt verulegan þátt í umbótum innan hins almenna skóla. Líklegt þykir mér, að svipuð barátta sé nú ’ 73

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.