Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 40

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 40
auka í brjóstinu vinstra megin. Eg fór til læknis míns og hann sendi mig í röntgenskoðun. Þú ert með meinsemd í lunganu, sagði hann. Fjórum dögum seinna tók lungnaskurðlæknir úr mér vinstra lung- að. Eftir mánuð var ég orðinn vinnufær. Eg hafði ekkert reykt síðan daginn áður en ég var skorinn upp. Það var ekkert erfitt að hætta, þó var ég knúinn til þess. Mér fór prýðilega fram, þyngdist um 10 pund og leið vel. Þriðja janúar fannst mér ég vera orðinn kvefaður. Eg fór til skurð- læknis míns, liann dældi rauðvínslituðum vökva út úr brjóstholinu. Eg fór til hans nokkrum sinnum, og læknirinn minn sagði: þetta fer að styttast. Seinna sagði konan mín mér, að hann hefði sagt sér, þegar eftir aðgerðina, að ég gæti ekki lifað í heilt ár. Hún vildi ekki trúa því og sagði mér það ekki. Eg ásaka hana ekki fyrir það. Það eru til 4 tegundir af lungnakrabba- meini. Vaxtarhraðinn virðist fara mjög eftir hver tegundin er. Læknirinn minn sagði mér þetta. Hann sagði mér líka að af hverjum 20 með lungnakrabba lifði einn af. Hinir 19 deyja. Þetta er nú lífsvonin, það er að segja sé allt gert sem hægt er til að bjarga sjúklingunum. Þar er ekki um nein helm- ingaskipti að ræða, eins og gildir um sumar aðrar krabbameinstegundir. Læknirinn minn lítur á það sem köllun sína að fá fólk til að hætta reykingum. Hann segir að sam- bandið á milli lungnakrabba og reykinga verði ekki véfengt. Það er áætlað að einn af hverjum 8 karlmönnum, sem reykja mikið (20 sígarettur eða meira á dag) í 20 ár fái lungnakrabba. Lungnakrabbameinið er ekki það eina sem leiðir af reykingunum. Þær tvöfalda hættuna á að fá kransæðasjúkdóma og lík- urnar til að deyja úr lungnaþembu tólffald- ast. Krabbamein í munni, barkakýli, vél- inda og víðar kemur þar einnig til skjal- anna. Ég er hræddur um, að læknarnir séu stundum miður sín út af þessu. Þeir aðvara fólkið en því er ekki sinnt. Tóbaksauglýsingarnar ganga ljósum log- um. Læknirinn minn segir að milljónum dollara sé eytt í allskonar auglýsingar, tíl þess að telja fólki trú um að reykingarnar geti bætt því upp allskonar vankanta. A Italíu og í Stóra-Bretlandi hefur verið sett bann við öllum tóbaksauglýsingum í sjón- varpi. Ég held það sé spor í rétta átt, því eins og læknirinn segir, það á að gera aJIt til að hindra að bömin byrji. Ég veit ekkert hvort nokkur hættir að reykja vegna þessarar sögu. Ég hefast um það. Ekki ein einasta sál, sem ég hef hvatt til að hætta reykingum hefur gert það. Ekki ein einasta aukatekin sál. Þú hugsar alltaf sem svo: Það er náung- inn þarna, sem verður fyrir því, ég kem aldrei til greina. Þegar þú færð þinn lungna- krabba, þá hjálpi þér Guð. Þú þarft ekki annað en að sjá skuggann á lungnamyndínni þinni. Það er hræðilegt áfall. Þú getur engu um þokað. Eins og nú er komið líður mér þægilega. Hjúkrunarkonurnar gefa mér eitthvað deyf- andi hvenær, sem ég fæ verki. Mér er ákaflega þungt. Ég get ekki geng- ið fimm skref án þess að verða að setjast. Krabbinn er kominn í lifrina, og guð má vita hvar annars staðar. Ég á enga lífsvon. Þetta er allt um seinan hjá mér. Ef til vill ekki hjá þér. 84 HEIMILI OG SKÓLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.