Heimili og skóli - 01.08.1970, Qupperneq 32

Heimili og skóli - 01.08.1970, Qupperneq 32
stað innan klíniskrar og samfélagslegrar (sosial) sálarfræði. Mín skoðun er sú, að þar sé margt merkilegt í mótun, sem skóla- menn hafa sýnt of mikið tómlæti. Þessi ný- fengna þekking, sem aðallega hefur verið aflað í Bandaríkjunum, á sér margar rætur, t. d. í kenningum sálkönnuða (psykoana- lyse), ýmsurn greinum dynamiskrar sálar- fræði, ekstentialisma, hugmynd um guð- fræði o. s. frv. Sjálfsmynd og ný viðhorf. Vissulega mun margt hér vera uppblásið og með yfirbragði auglýsinga, en samt er ég sannfræður um, að af þessum vettvangi koma og eru þegar konmar hugmyndir, sem mikilvægar eru fyrir skólana og þá sérstak- lega fyrir þá nemendur, sem höllum fæti standa. Eg nefni eftirfarandi dæmi. Hug- mynd Eriksons um sérstæði (identy) er gagnleg og varpar ljósi á margt í skapgerð- armótum manna og þá sérstaklega ungs fólks. Sjónarmið Carl Rogers eru einnig vel þekkt nú til dags. Aherzla sú, sem hann legg- ur á að koma til móts við sjálfan sig og aðra og skilgreining hans á sjálfsmynd (self- concept) hafa haft mikil áhrif, ekki bara innan þröngs hóps sálfræðinga heldur í öllu samfélaginu og innan skólanna. Þetta á ekki sízt við um þau áhrf, sem skoðanir annarra um getu okkar og hæfileika, hafa á frammi- stöðu okkar og atferli. I þessu sambandi nefni ég líka „phenomenologisku“ viðhorf- in innan sálfræðinnar. Nefni þar aðeins nöfn eins og Kurt Levin, Combs og félaga hans. Maslow við Brandeis-háskólann hefur djarflega og með miklu innsæi sett frarn margar mikilvægar hugmyndir um auðugra líf, sem m. a. eiga uppruna í nýrri túlkun á samruna andstæðra og þversagna (paradox) 76 í lífi manna og tilverunni allri. Allir þessir höfundar leggja áherzlu á vaxtarmátt sjálfs- vitundarinnar og hæfileika mannsins til að leysa sín vandamál sjálfur og öðlast heil- brigði, (non-directive stefna eða aðhverf viðhorf). Þeir leggja áherzlu á sjálfið, sjálfsvirðingu, traust og „commitment“ sem grundvöll að heilbrigðu og árangursmiklu lífi bæði við nám og störf. I þessu sambandi get ég ekki látið hjá líða að nefna bók Glassers „Schools without Fai- ure.“ Hvað sem segja má um ýmsar staðhæf- ingar hans, er enginn vafi á því, að við þver- brjótum einföldustu lögmál um nám og mót- un atferlis með neikvæðri áherzlu á imistök, og ofnotkun námshvatningar, sem byggir á metnaði og ótta. Við sýnum tillitssemi við geðheilsu nemenda og heilbrigða þróun sjálfsins, og loks þvingum við alla nemend- ur með einkunnagjöf inn í tölfræðilegt líkan normal kúrfunnar, þar sem selvakseptering (sjálfsviðurkenning) helmings einstakling.l í nemendahóp, byggir öðrum þræði á niðus - lægingu hinna, sem lakari árangri ná. Vil ég sérstaklega benda á athuganir Brúners, þar sem hann talar um grundvallarmun í vits- munaatferli duglegra námsmanna og hins vegar námstrega. Atferli hinna fyrrnefndu nefnir hann „coping“ sem einkennis af sjálfstrausti og frelsi nemenda til að próía sig áfram. Atferli hinna námstregu kallar hann aftur á móti „defending“. Þeir eru í stöðugri vörn og vinna verk sitt í skugga, kvíða og hugstreitu, sjálfsvirðing þeirra er lömuð og hiigur þeirra deigur. Álit kennara á Jiæfileikum nemenda. Ég minni á skoðun Allport, að við van- rækjum tjáningarstíl — „expressive slyle“ — hjá nemendum, en ofmetum árangur' eða HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.