Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 46
legur og þætti mér næsta líklegt að vosbúð
við vegalagnir á heiðum uppi hafi átt sinn
þátt í því heilsuleysi er Jóhannes átti lengi
við að stríða.
Hér hefur þess ekki verið getið að Jó-
hannes var trúmaður og kirkjurækinn mjög.
Hann var spiritisti og sagði hann mér eitt
sinn að andatrúin hefði bjargað sinni barna-
trú á þeim árum sem efagirnin sækir mest
að. Hann var jafnan leitandi að sannleikan-
um og það var hans bjargföst trú að „sann-
leikurinn“ myndi gera okkur frjálsa.
Þetta var einkenni í fari hans, að þora að
hafa skoðun og segja sannleikann umbúða-
laust og af hreinskilni.
Það atvikaðist svo, að seinustu árin sem
Jóhannes kenndi, varð ég samstarfsmaður
hans sem skólastjóri. Hann tók mér af
drenglund og hlýleika og hafði auðsæan
áhuga á því hvernig mér tækist til, nýliða í
þessu starfi. Eg var gamall nemandi hans
og hefur það ef til vill enn ýtt undir áhuga
hans fyrir því hvernig mér farnaðist.
Þau tvö ár, sem við störfuðum saman í
barnaskólanum, verða mér rík í huga nú við
fráfall hans. Til hans þurfti ég margt að
sækja. Hann þekkti betur til flestra nem-
enda en aðrir enda var þá varla nokkur inn-
fæddur Húsvíkingur, sem hann hafði ekki
kennt meira eða minna.
Það kom ósjaldan fyrir er við vorum að
ræða um einstaka nemendur í skólanum að
Jóhannes skaut fram í: „Ég held ég muni
nú eftir afa hans.“ Það brást ekki þessi síð-
ustu ár frekar en endra nær, að Jóhannes
væri kominn í kennslustofuna nokkru áður
en kennsla skyldi hefjast til að sjá um að
allt skyldi tilbúið fyrir starf dagsins. Eftir
að hann lét af störfum við skólann vegna
aldurs, áttum við langt og ánægjulegt starf
saman fyrir barnastúkuna en það er erfitt
að meta árangur slíkra starfa, kennslu og
bindindisstarfa, en ef það er rétt hermt sem
sagt hefur verið að Húsavík sé fremur bind-
indissamur bær þá á Jóhannes á því mik-
inn þátt.
Þótt Jóhannes hafi átt við vanheilsu að
stríða, þá var hann þó gæfumaður. Hann
eignaðist hina ágætustu konu, Sigríði Sig-
urjónsdóttur frá Garði í Húsavík, en þau
voru gefin saman 12. nóv. 1922. Hún reynd-
ist honum mjög dyggur og samhendur lífs-
förunautur og hið trausta bjarg í veikind-
um hans. Hún bjó honum gott heimili, sem
lengst af var í Framnesi við Asgarðsveg.
Þangað var jafnframt gott að koma. Hún
lifir mann sinn ásamt börnum þeirra fjórum,
en þau hafa átt miklu barnaláni að fagna.
Börn þeirra eru: Sjöfn húsfreyja á Fjoll-
um í Kelduhverfi, gift Héðni Ólafssyni,
Sigurjón skólastjóri Húsavík, kvæntur Her-
dísi Guðmundsdóttur, Ásgeir forstjóri Inn-
kaupastofnunar ríkisins Reykjavík, kvænt-
ur Sæunni Lárusdóttur og Gunnar Fáll
deildarstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga
Húsavík, kvæntur Arnbjörgu Sigurðar-
dóttur.
Húsavík hefur nú á bak að sjá einum af
sínum mætustu borgurum. En sú er lífsins
saga að menn hverfa af sviðinu að loknu
dagsverki.
Ég held að Jóhannes hafi verið mjög sátt-
ur við lífið hér á jörð og tilbúinn að mæta
því handan grafar. Ég vil færa honum þakk-
ir fyrir mjög góð störf í þágu skóla- og upp-
eldismála á Húsavík og sérstakar þakkir
fyrir góða og lærdómsríka samveru.
Eftir lifandi eiginkonu hans, börnum og
barnabörnum sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Kári Arnórsson.
90
HEIMILI OG SKÓLI