Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 47
TRYGGVI ÞORSTEINSSON, skólastjóri:
Vettvangsskólar
í borgum og bæjum erlendis er skipu-
lagt nám fyrir börn og unglinga í því formi
er kalla mætti „vettvangsskóla“. Þeim er
þannig hagað, að nemendurnir dvelja, með
kennurum sínum, við náttúruskoðun, leiki
og íþróttir á einhverjum fögrum stað, utan
þéttbýlis, þar sem aðstaða er góð til nátt-
úrufræðilegra athugana og útilífs.
Sumir borgarhlutar, eða skólahéruð,
hafa eignazt nokkra slíka staði og lagt í
mikinn kostnað til að gera þá svo úr garði,
að þeir gegni hlutverki sínu vel. Aðrir not-
ast við útileguskála ýmsra félaga eða önn-
ur hús, sem hægt er að fá til afnota fyrir
þessa starfsemi.
Sums staðar kemur hver bekkjardeildin
á eftir annari til þessara vettvangsskóla og
er þá oft á staðnum umsjónarmaður, sem er
gestunum til leiðbeiningar og aðstoðar í
sambandi við alla skipulagningu þessarar
námsferðar.
Tilhögun dagskrár fer að sjálfsögðu eftir
því hver staðurinn er, og á hvaða árstíma
hann er heimsóttur, en veigamikill þáttur í
vettvangsskólanum er náttúruskoðun og
náttúrufræði auk fræðslu um gróðurvernd
og búskaparhætti fyrr og nú. Ekki má held-
ur gleyma sögu byggðarlagsins og þjóðsög-
um þaðan.
í „vettvangsskóla“ verður einnig að reyna
dálítið á líkamlegt atgerfi og hæfileika til
að bjarga sér þegar eitthvað reynir á.
Vegna þess eru íþróttir, fjallgöngur,
fræðsla í skyndihjálp og ferðatækni sjálf-
sagðir þættir í skólastarfinu.
Þótt í „vettvangsskóla“ sé stuðst við bæk-
ur ætti ekki að stunda þar lexíulestur eða
kenna með sama hætti og algengast er í
skólastofum. Bækur eru hjálpartæki til
„uppsláttar“, en ekki til að endursegja.
Skólunum er ætlað mikið uppeldishlut-
verk og kröfurnar í þeim efnum fara vax-
andi samtímis því sem geta margra heimila
til að annast þessa mikilsverðu skyldu fer
minnkandi, meðal annars vegna þess að hús-
mæður vinna mikið utan heimilanna, og
fjölmiðlunartæki ásamt mörgu öðru, sem
ekki þekktist fyrir fáum árum, eða áratug-
um, hefur vaxandi áhrif á allt líf manna,
bæði til ills og góðs.
í vettvangsskóla, undir góðri stjórn, gefst
gullið tækifæri til mikilla uppeldisáhrifa,
auk þess, sem þar er auðvelt að opna augu
æskunnar fyrir dásemdum náttúrunnar, og
styrkja tengsl þeirra við land og þjóð.
HEIMILI OG SKÓLI
91