Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 11
Skólinn í þessu rýmra formi myndi létta heimilinu uppeldisstarfið verulega og gera foreldrum fært að sinna mikilvægum þátt- um þess, enda þótt móðirin stundaði nám eða starf utan heimilis. Hann væri samt ekki fær um að annast það einsamall. Næring til- finninga- og trúarlífs svo og ýmsir aðrir meginþættir persónuleikauppeldisins yrðu eftir sem áður mest í höndum foreldra. Það er mikilvægt hlutverk. Mæður munu tæplega vilja afsala sér því og afneita þannig þeirri hneigð, sem stendur svo djúpum rótum í eðli þeirra: að annast afkvæmi sitt, bæta úr þörf þess, örva andlegan þroska þess og vernda það gegn líkamlegum og siðferðileg- um hættum. Vissulega þarf konan miklu að fórna í þessu skyni, eins og formæður henn- ar hafa gert um aldir. Þeirri kvöð megnar samfélagið ekki að létta af henni, en það getur veitt henni sem hagkvæmastar aðstæð- ur til að rækja hlutverk sitt. Að öðru leyti verða nútímakonur að taka örlögum sínum eins og hverri einni endist manndómsþroski til. Tvíáttin í eðli konunnar: hneigð og löng- un til móðurhlutverks og um leið krafan til ópersónulegrar atvinnu, — þessi tvíátt tor- veldar henni samkeppni við karlmanninn á hinum almenna vinnumarkaði og fyllir líf hennar vanda og spennu. Nýjar kynslóðir munu efalaust finna lausn á mörgum vanda, sem var ekki okkar meðfæri. Kannske liggur fyrir þeim að leið- rétta skilning okkar á gildi og tilgangi menntunar. Við tökum það venjulega sem sjálfgefið, að arður menntunarviðleitninnar eigi að vera álitleg staða með öruggum tekj- um. En skyldi henni ekki vera ætlað framar öllu að glæða skilning einstaklingsins á menningunni og stöðu hans í samfélaginu? Væri menntun kvenna á glæ kastað, þótt mæður neyttu hennar um nokkurt skeið ævinnar aðeins við uppeldi barna sinna? Því fer fjarri, að hver kona þrái að losna við heimilisstörfin í skiptum fyrir atvinnu á ópersónulegum vinnumarkaði. Hins vegar neyðir þröngur efnahagur marga móður til að vinna utan heimilis, oft einhæf störf, sem ekki vekja áhuga hennar. Verður slíkt strit nauðsynlegt um alla tíð? Eða megum við vænta þess, að fyrir síaukna hagnýting tækn- innar vaxi velmegun að því marki, að engin móðir neyðist til vegna fátæktar að yfirgefa ungt barn sitt? I störfum utan heimilis hafa konur fram að þessu beygt sig undir starfsvenjur karla, m. a. vinnutíma. Fyrir því eru þó engin al- gild rök, að vinnutími kvenna skuli vera bundinn nákvæmlega við vinnutíma karla. Slíkar leifar hefðbundinna forréttinda karl- mannsins eiga að þoka fyrir nútímalegu skipulagi, sem gefi gaum sérstöðu hvors kyns um sig. Þá kröfu leiðir beint af jafn- réttishugtaki kynjanna, ef það er annað og meira en eintómt slagorð. Það þarf að kanna til hlítar, hvaða tök eru á því að end- urskipulggja vinnutíma á þann hátt, að bet- ur falli að eðli konunnar og geri henni auð- veldara að rækja það tvíþætta hlutverk, sem hún finnur sig knúna og útvalda til. Mamma var að byrja að hærast og Lóu litlu þótti þetta undarlegt. — Hvernig stendur á því, aS háriS á þér fer svona? spurSi hún. — í hvert skipti, sem þú ert óþekk, verSur eitt hár grátt, sagSi mamma. Lóa rak upp stór augu og sagSi: — Ó, mamma, óttalega hefur hún amma átt vonda dóttur. IIEIMILI OG SKÓLI 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.