Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 33

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 33
afköst. Áð lokum minni ég á hina athyglis- verðu tilraun Rosentals og Jakobsens frá 1968. Hér er um að ræða það sem nefnt hef- ur verið „self fulfilling prophecy“. Tilraun- in bendir til, að álit kennara á hæfileika nemanda liafi í sjálfu sér marktæk áhrif á námsárangur. Allir kennarar ættu að kynna sér hana. Ekki væri úr vegi, að minna á nauðsyn rannsókna í sambandi við vandamál hinna námstregu. Menningarleg og félagsleg atriði eru hér mjög mikilvæg. Þess vegna verða að fara varlega í túlkun á niðurstöðum rann- sókna t .d. frá Bandaríkjunum. Hér á þing- inu hafa menn haldið fram mikilvægi starfs- hópa eða teymisvinnu (teamwork) á vett- vangi uppeldislegra rannsókna. Þetta er verkefni, sem að mínu áliti ætti að skipu- leggja á samnorrænum grundvelli. Fyrir ís- land yrði það mikilvægt, tel ég, að fá að taka þátt í slíkri samvinnu. Að síðustu set ég hér fram nokkrar stað- hæfingar, sem beint eða óbeint snerta stöðu hins námstrega nemanda. Jafnframt nefni ég ]ítillega tillögur til breytinga. Margt af því varðar markmið og aðferð skyldunámsskól- ans í heild. Vandi hinna námstregu er vandi og verkefni skólans sem stofnunar, og verð- ur það tvennt ekki aðskilið. Eg hlýt að stytta mjög mál mitt og taka þá áhættu, að eitthvað valdi misskilningi. Eg verð einnig að játa að ég er sjálfur óviss um mjög margt. 1. Skólanum eru að opnast nýir möguleik- ar, sem ekki sízt ættu að koma hinum náms- trega til góða. Fræðilega má einkum benda á fjölþættari og dynamiskari túlkun á greindarhugtakinu og einnig ný og jákvæð viðhorf frá félagssálarfræði, klíniskri sálar- fræði, sállækningum og að nokkru einnig frá rannsóknum innan menntunarsálar- fræði. Kennslutæknilega séð felst byltingin í notkun nýjustu fjölmiðla (massmedia) tölvum, nýrri gerð skólabygginga og marg- víslegri annarri tækni. 2. Kennarar á skyldunámsstiginu mættu gera sér ljóst, að þeir verða nauðugir viljug- ir að taka að sér uppeldishlutverk foreldr- anna í síauknum mæli. Kennsla þeirra verð- ur því að verulegu leyti mótun atferlis (modifisering) og félagsleg aðhæfing (sosi- alisering) nemenda. Þótt missögn kunni að virðast, mun þetta krefjast stóraukinna sam- skipta heimila og skóla, foreldra og kenn- ara. Skólinn hefur verið allt of lokuð stofn- un. Sjálfslifun engum öðrum tiltæk. 3. í stað þess að byggja kennsluna á grundvallarhugmynd um vöntun og skort, verður að ganga út frá forsendukn um auðgi mannlegra eiginleika og hæfileika. Þar verður að byggja á útvíkkun á greindarhug- takinu og viðurkenningu annarra þátta per- sónuleikans sem verðugra viðfangsefna. Maðurinn í sjálfu sér sem „subjekt44 er ó- skiptanleg eining, og sjálfslifun einstaklings er engum öðrum tiltæk, en verkefni og hlut- verk (roles) hans eru margvísleg. Þessa „subjektivu“ og ,,objektivu“ eðlisgerð mannsins verður að viðurkenna og kenna nemendum að njóta hvors tveggja óttalaust. Þar fær skólinn verðugt viðfangsefni. 4. Námsmat og einkunnir eru tvennt ólíkt. Einstaklingsbundnar einkunnir ætti að af- nema algerlega á skyldunámsstiginu. í framhalds- og sérskólum verður að halda uppi vissum kröfulm, e. t. v. með einkunnum, því það er alger samfélagsleg nauðsyn. Námsmat og próf eru upplýsingar um verk nemenda og einnig að nokkru leyti kennara. HEIMILI OG SICÓLI 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.