Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 12
I NDRIÐI ÚLFSSON : 3. GREIN Skólar ó Norðurlðndum Á skólastjóramóti I Nvlþfóð inmarið 1060 Námið er skipulagt. Lögð er mikil áherzla á heildar undir- búning í upphafi skólastarfs. Við undirbún- ing námsefnisins, er fyrst gert heildar yfir- lit á breiðum grundvelli og kannað hvaða snertipunkta, eða tengsl, námsefnið hefur við skyld svið. Þá er þrennt haft í huga í sambandi við nánari skipulagningu atriða og eru þau þessi: 1. Meðferð þeirra þátta skipulagsins, sem krefjast beinnar kennslu kennarans og athugað hvaða aðferðir er bezt að nota í því sambandi. 2. Hvaða þættir henta til hópvinnu nemenda og skipuleggja það. 3. Kanna hvaða þætti námsefnisins nem- andinn getur unnið einn út af fyrir sig og athuga hvaða vinnubrögð henta bezt við það. Auk þessa er svo hinn beini undirbúning- ur námsefnisins í heild með hliðsjón af þeim hjálpargögnum, sem tiltæk eru. í lokin hvernig draga skal saman í upprifjun og skapa útsýn yfir það námsefni, sem unnið er. Kennslubækur menntaskólanna eru marg- ar hverjar óhemju stórar og útilokað að 56 vinna þær eftir yfirheyrsluaðferð. Þá eru valin úr viss viðfangsefni. I sögunni væri þá hægt að taka fyrir miðaldir og hafa við- fangsefnin umhverfi í borg, klaustur, þétt- býli o. fl. Þetta yrðu eins konar máttarstoð- ir, sem smátt og smátt byggja upp heildar- námið. Kennarinn vinnur þannig meira sem verkstjóri og hjálpar til við skipulagningu og undirbúning, ásamt því að koma nemend- um til starfa. Undirbúninginn að slíkri kennslu er stundum hægt að vinna rétt fyrir kennslu- stundina, en getur einnig, hugsanlega, farið upp í 3—4 klukkustundir. Mjög oft er heil vika undirbúin í grófum dráttum og jafn- hliða áætlað að vera komin þetta eða þetta í kennslubókinni í lok mánaðarins. Þá er ef til vill komið hæfilegt magn námsefnis til þess að hafa skriflegt próf eða yfirheyrslu og því næst byrjað á nýju viðfangsefni. A þennan hátt er leitast við að skipuleggja námsefnið og vinnubrögð einstaklinganna með tilliti til hæfileika þeirra og getu. Takmark sænska skólans er að ala upp fólk, sem er undir það búið að mæta kröf- unum, sem lífið og þjóðfélagið gerir til ein- staklingsins. HEIMILI OG SKÓLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.