Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 52

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 52
legu, umferð utan vega og umgengni í ósnortnu landi. Þennan þátt annaðist Tryggvi. 011 kennslan var sýnileg eða verk- leg. (Börnin fengu einnig stuttar fjölritaðar leiðbeiningar.) Ætlunin var að fara yfir helztu atriðin í sambandi við skyndihjálp, og höfðum við öll tæki til þess á staðnum, en ekki vannst tími til þessarar kennsln nema lítilsháttar í einum bekk. I stað venjulegs kvöldverðar þennan dag var sezt að góðum veitingum við skreytt veizluborð. Að loknu borðhaldinu hófst kvöldvaka er stóð til kl. 9.00 en þá var hald- ið heim til Akureyrar. Að undanförnu hefur mikið verið unnið úr því efni er safnaðist í „vettvangsskólan- um“. Plöntum og grjóti komið fyrir, dag- bækur endurskoðaðar, stílar gerðir o. s. frv. Eg var með börnunum allan tímann og tel að ég hafi mikið af dvölinni lært hvað snertir framkvæmd skólahalds af þessu tagi, og einnig hafa kynni mín af nemend- um og kennurum orðið meiri og betri en við venjulegt skólastarf. Við Hólavatn ríkti sá félagsandi, sem ég vona að haldi áfram að þróast í skólanum hér heima. Eins og bent var á í upphafi þessa máls verður að miða „vettvangsskóla“ við þátt- takendur, þá leiðbeinendur sem völ er á, og þann stað og árstíma sem valinn er til starf- seminnar. Ferðin verður að hafa tilgang sem öllum er ljós, og þátttakendurnir verða að ná settu marki. Illa undirbúin útilega með vökunóttum og slæpingsdögum verður engum til gagns eða varanlegrar ánægju. Þetta höfum við í huga við undirbúning „vettvangsskólans“, og okkur tókst að gera hæfilega dagskrá og framkvæma hana. Þessar útilegur stóðu fyrir frá 21. sepL til 3. okt. vegna þess að allir hóparnir not- uðu sama staðinn og undirbúningur heima- fyrir tók all langan tíma, en bezt hefði ver- ið að ljúka ferðunum fyrir miðjan septem- ber, eins og áætlað var í upphafi. Að sjálf- sögðu voru tvær dagskrár gerðar fyrir þes-a útilegu og var önnur þeirra miðuð við ill- veðursdaga og mikla inniveru. Til hennar þurfti þó ekki að taka, þar sem veður var með eindæmum gott alla dagana sem dval ið var að Hólavatni. Þó held ég að dagarnir við Hólavatn verði ennþá bjartari sólskins- dagar í endurminningum þátttakendanna, þegar frá líður, og ég vona að starfsemi af þessu tagi eigi eftir að aukast stórlega í ís- lenzkum skólum. — BARNÁSKÓLI ÍSÁFJARÐAR Framhald af bls. 87. tvær hæðir og kjallari undir nokkrum hluta bygg- ingarinnar. Stærð þess er um 5200 rúmm. Hér er um að ræða 8 almennar kennslustofur, skrif- stofu skólastjóra, skrifstofu yfirkennara ásamt biðstofu, sem jafnframt verður aðsetur skrifstofu- stúlku, kennarastofa ásamt eldhúsi, vinnuherhergi kennara, fimm geymsluherbergi, fjögur rúrngóð snyrtiherbergi nemenda, fjögur snyrtiherbergi kennara, rúmgóður kyndiklefi, og mjög rúmgóðir gangar og tvö stór anddyri. Byggingin er mjög vönduð, allt efnisval var gert með það í huga, að viðhaldskostnaður yrði í lágmarki. OIl hús- gögn eru ný, einnig allar innréttingar og skápar í kennslustofum og vistarverum kennara. Setur og bök í stólum nemendanna eru stoppuð, enda hin þægilegustu sæti. Byggingin er hið vandaðasta og glæsilegasta hús, og er öll aðstaða þar hin ákjósanlegasta. Hœsta aðalenkunn á bamaprófi hlaut Stefán Jóh. Stefánsson 9.15. Næsthæsta aðaleink. hlaut Theódór Þorsteinsson 9.00. Þeir voru báðir nem. í 12 ára bekk. 96 HEIMILI OC SKÓLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.