Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 37

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 37
Kennari sendnr ntan til iiíiniN í talkeniiiln Haustið 1968 var, á aðalfundi Kennara- félags Eyjafjarðar, samþykkt tillaga þess efnis, að stjórn félagsins var falið að vinna að því, að kennari yrði sendur utan til náms í talkennslu, þar sem brýna nauðsyn bæri til að minnst einn talkennari yrði starfandi í hverjum landsfjórðungi. Vorið eftir hóf stjórnin undirbúning þessa máls. Þar sem félagið hefur ekki yfir neinum sjóðum að ráða, þótti sýnt, að leita yrði til sveitarfélaga og félagasamtaka þessu máli til stuðnings. Var ákveðið, að snúa sér til þessara aðila í Eyjafjarðar- og Þingeyjar- sýslum. Skólastjórar á svæðinu voru beðnir að leggja málinu lið, hver í sínu skóla- hverfi, en kvenfélögunum og sveitarfélög- unum send tillagan og eftirfarandi greinar- gerð: „Ollum er kunnugt, að æði margir þjóð- félagsborgarar hafi meiri eða minni tal- galla. Má þar til nefna: stam, smámæli, gor- mæli, hljóðskrið o. fl. Viðkomandi fólki er mikil raun að talgallanum, en flestir geta ekki ráðið bót á honum hjálparlaust. Arlega koma í skóla börn með meiri eða minni talgalla og jafnvel ófullkomna getu til þess að gera sig skiljanleg. Háir það mjög námi þessara barna og veldur þeim oft sálarkvölum. Almennt kennaranám er ekki miðað við talkennslu. Til þess þarf sérhæft nám, er tekur tvö ár og verður að stunda það erlendis. Kennar- ar, er lokið hafa þessu sérnámi, fái lítið hærri laun en almennir kennarar, og tveggja ára nám erlendis myndi varla kosta minna en 360 þúsund krónur, fyrir utan vinnutap, er næmi nokkru hærri upphæð. Fáa mun því fýsa til þessa náms og má í því sambandi nefna, að aðeins tveir talkennarar eru starf- andi í landinu við almenna skóla, og eru þeir í Reykjavík. Hafa þeir svo mikið að gera, að tæpast er þess nokur kostur að fá þá til starfa úti á landi. Þó kom annar þeirra til Akureyrar fyrir nokkrum árum og vann ómetanlegt starf. Var þó ekki hægt að sinna nema örlitlu broti af þeim verkefnum, sem fyrir lágu. Að fenginni reynslu, sjáum við okkur ekki annað fært, en almenningur taki hönd- um saman og vinni að þessu máli svo sem kostur er. I því sambandi snúum við okkur til sveitarstjórna og bæjarstjórna og biðjum liðsinnis. Hugmynd okkar er sú, að hver bæjar- og sveitarstjórn í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum veiti af almannafé, er þær hafa yfir að ráða, sem næst fimm krónum á hvern einstakling sveitarfélagsins og yrðu greiðslur þessar inntar af höndum í tvö ár. Með þessu framlagi væri vel hugsanlegt, að kennari fengist til þess að hefja þetta dýra nám. Kennaranum yrði sett ákveðin skil- yrði varðandi styrkinn og starf eftir að námi er lokið. Myndu styrkjendur sitja fyrir starfi þessa manns. Við sendum yður hér með eyðublað til út- fyllingar og viljum um leið taka fram, að FEIMILI OG SKÓLI 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.