Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 48

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 48
Erlendis er vettvangsskóli sums staðar rekinn þannig í dreifbýli, að börnin úr skól- anum fara inn til borganna, búa þar nokkra daga á „Farfuglaheimilum“ eða í félags- heimilum og heimsækja söfn, leikhús, verk- smiðjur og aðra eftirtektarverða staði, und- ir umsjá kennara sinna. Tilgangurinn er hliðstæður því, sem áður er bent á í sam- bandi við sveitalífið. Félagsstarf nemendanna verður ætíð mik- ið í „vettvangsskóla“ og kennarar og nem- endur kynnast þar á annan hátt en í venju- legu skólastarfi, og getur það orðið báðum aðilum til ómetanlegs gagns við hið venju- lega skólastarf. Sumt af því, sem nefnt hefur verið hér að framan hefur víða verið reynt áður í ein- hverri mynd en þessi starfsemi hefur öll ver- ið að þróast í það form, sem hér nefnist , ,vettvangsskóli‘4. Haustið 1969 lagði ég til að tilraun yrði gerð með „vettvangsskóla44 er fram færi að Vestmannsvatni með þátttöku nokkurra 13 ára drengja. Þessi tilraun var framkvæmd á vegum Gagnfræðaskóla Akureyrar með stuðningi æskulýðsráðs og mun það vera fyrsti vísirinn að slíkri starfsemi hér á landi. I marzmánuði var gengið frá dagskrá fyr- ir fimm daga dvöl í vettvangsskóla og hún kynnt kennurum. Dagskráin var miðuð við dvöl í sumarbúðum þjóðkirkjunnar við Vest- mannsvatn og í sumarbúðum K.F.U.K. við Hólavatn. Þessar tillögur voru lagðar fyrir Fræðslu- ráð Akureyrar og mælst til þess að bærinn legði fram nokkurt fé til vettvangsskóla. Undirtektir voru góðar og að lokum fékk Barnaskóli Akureyrar 100 þúsund til þess- ara framkvæmda á árinu 1970. Tillögurnar voru einnig sendar til yfirstjórnar íræðslu- málanna og fengu þær góðar undirtektir, en ákveðið loforð um fjárhagslegan stuðning fékkst ekki. I Barnaskóla Akureyrar er 12 ára árgang- ur fjórskiptur að þessu sinni og var ráðgert að tvær deildir dveldu í vettvangsskóla sain- tímis, önnur að Vestmannsvatni en hin víð Hólavatn. Vegna flutningskostnaðar var síð- ar ákveðið að fara aðeins að Hólavatni og að hver bekkjardeild dveldi þar þrjá daga. Boðað var til foreldrafundar í skólanum 17. sept. og þar var fyrirkomulag og til- gangur þessarar námsferðar rækilega kynnt- ur. Auk þess var þessi nýbreytni kynnt bll- um forráðamönnum barna í 6. bekkjum í „Boðberanum44, sem er fréttablað skólans. Mér var vel ljóst að ætti vettvangsskólinn að ná tilgangi sínum þyrfti að undirbúa hann rækilega heima. Allir kennarai' 6. bekkja höfðu samvinnu um það og tekin voru saman nokkur minnisatriði um tiltekin efni er um átti að fjalla að Hólavatni svo sem um jarðfræði staðarins, plöntusöfnun og greiningu plantna, umgengni í náttúr- unni og gróðurvernd o. s. frv. Sum þessi minnisatriði voru fjölrituð og fengu bbrnin þau í hendur þegar búið var að fjalla um efnið. Nokkru áður en að heiman var farið, var hverri bekkjardeild skipt í 5—8 manna flokka er störfuðu sem einingar að öllum undiibúningi heima og að öllum verkefnum í útilegunni. Flokkar þessir voru fjórir í hverri stofu og hétu fuglanöfnum, Rjúpur, Lóur, Þrestir og Spóar og bar hver maður einkenni flokksins. Flokkarnir kusu sér sjálfir flokksforingja. Hver flokkur um sig æfði heima riokknr atriði, er flutt voru á kvöldvökum. 1 útileg- 92 HEIMILI OG SKÓLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.