Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 51
gripir drengjanna sjálfra. Þessum bátum
var nú siglt á Hólavatni við mikinn fögnuð
viðstaddra.
Meðan kvöldvakan stóð yfir var undirbú-
inn útileikur er fór fram við vatnið. Stund-
um voru bátarnir einnig notaðir við þennan
leik. Allir voru í flotvestum, þegar farið var
í bátana og fullorðinn maður fylgdist með
þeim. I leiknum þurfti jafnan að leysa marg-
ar þrautir, svo sem að semja sögu óþekktra
landa og kortleggja þau, ráða gátur, binda
hnúta, vita um stöðu sólar á tilteknum tím-
um dagsins o. s. frv. Stundum þurfti að
kveikja eld og oft sló í bardaga.
Leik þessum var ekki hægt að ljúka á einu
kvöldi, svo einhverjir þættir hans fóru jafn-
an fram næsta dag.
Um kl. 10.30 e. h. var aftur komið heim
í skála og beið kvölddrykkurinn þá eftir
okkur.
Birgir Helgason, söngkennari skólans,
kom á kvöldvökurnar þennan dag og stjórn-
aði söng eftir að komið var heim úr leikn-
um. Einnig kornu nokkrir aðrir kennarar í
heimsókn suma dagana.
Gengið var til náða laust eftir kl. 11.00
og fullkomin kyrrð komin á í húsinu nokkr-
um mínútum síðar.
3. dagur.
Þennan dag var liðið vakið um kl. 8.30
og morgunverkin voru hin sömu og daginn
áður.
Eftir fánaathöfnina fóru fram leikir og
íþróttir, og var sumt af þeim í tengslum við
leikinn, er frarn fór kvöldið áður.
Frá íþróttavellinum var haldið sem leið
liggur til norðurs í áttina að bænum Hól-
um, en síðan gengið vestur að Eyjafjarðará.
Þar eru greinilegar rústir er gætu verið
af smalabyrgi og gafst þá tækifæri til að
rifja upp ýmislegt í sambandi við smalana.
Þar var einnig rifjuð upp hai'kningasaga
Kristins Jónssonar frá Tjörnum, sem villtist
í göngum á fjöllunum suður af Eyjafirði
27. sept. 1898 og kom til byggða suður í Ár-
nessýslu eftir átta daga útivist. Einnig var
minnst á sögu gangnamannakofans Grána,
sem byggður var við Geldingsá fyrir 50 ár-
um fyrir foi-göngu húsfreyjunnar á Jökli,
Sesselju Sigurðardóttur. Þá var einnig
greint frá sæluhúsi Ferðafélags Akureyrar
við Laugarfell sem reist var 1949, sögð
þjóðsagan um Helgu þá er sagnir lierma að
flúið hafi drepsótt í byggð og búið við Laug-
arfell endur fyrir löngu.
Frá þessum stað lá leiðin upp með ánni,
en hún hefur brotizt í gegnum hólana, er eitt
sinn stífluðu dalinn.
Fi-arn úr hólunum austan árinnar berast
í leysingum leifar af birkiskógi, sem sagður
er um 10 þúsund ára. Fundu sum börnin
nokkra trjábúta þama í bökkunum.
Á heimleiðinni komum við á stekk, sem
stendur vel uppi ennþá. Þar var rætt um frá-
færur og þá búskaparhætti, ef tíðkuðust á
fyrri öldum.
Kornið var að Hólavatni um kl. 12.00. í
þessari ferð var safnað grjóti og plöntum.
Eftir miðdagsverðinn var stuttur hvíldar-
tími er flestir notuðu til að skrifa dagbók.
Síðan var farið í íþróttir eða unnið við þá
hluti er safnað var í moi'gunferðinni. Síðari
hluta þessa dags var flokkunum skipt líkt og
í Leyningshólum.
Annar hópurinn lærði lítilsháttar með-
ferð korta og áttavita hjá Hallgrími á með-
an hinn hópurinn kynntist umgengni í tjöld-
um og á áningarstöðum, vali og meðferð
þeirra hluta, sem nauðsynlegastir eru í úti-
keimili og skoli
95