Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 20

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 20
tilrauninni stóðu nú andspænis því furðu- lega fyrirbæri, að hópur annarra stúdenta mat línu annaðhvort of langa eða of stutta, þótt hún væri í raun og veru jafnlöng og mælikvarðinn. Af liðlega 130 þátttakendum í tilrauninni stóðust 50 prósent ekki þessi undarlegu hóp- áhrif, sem 67 prósent af aðstoðarmönnunum höfðu haft í frammi. Villumatið hjá þátt- takendunum steig þannig úr einu prósenti í 37 prósent. Tilhneigingin til þess að láta undan hóp- rnatinu var einstaklingsbundin. Sumir þátt- takendur í tilrauninni hölluðust alltaf að því hópmati, sem flestir gerðu, en aðrir höfðu sjálfstæðari afstöðu. I Kaupmannahöfn hefur svipuð tilraun verið gerð með 16—17 ára gamla unglinga, og sýndi hún, að aðeins einn af 14 stóðst hópáhrifin, 2 að nokkru leyti, en 11 buguð- ust algerlega gagnvart hópáhrifunum. Svipaðar rannsóknir er hægt að gera hvar sem er, aðeins þurfa menn að athuga vand- lega hverskonar úrtak þeir vilja kanna. í því sambandi gæti t. d. verið lærdómsríkt að athuga hvort lestur ákveðinna blaða hef- ur úrslitaáhrif á sjálfstæða hugsun eða ekki. Þetta voru sem sagt tilraunir sálfræðing- anna endursagðar í mjög stuttu máli. Látum okkur nú hugsa okkur um og athuga hvernig við sjálf og það fólk, sem við þekkjum bezt snýst við, þegar taka skal afstöðu. I mínu starfi hef ég oft tækifæri til að heyra hóp manna og kvenna láta í ljós álit sitt á sömu einstaklingunum. Oftast eru per- sónurnar, sem meta skal, skólanemendur á aldrinum 13—19 ára, sem af einhverjum ástæðum þurfa á einhverri aðstoð að lialda. Látum okkur hugsa okkur fund í skólanum, sem Svíar kalla nemendaráðstefnu (jafnvel þótt enginn nemandi sé viðstaddur). Þessi ráðstefna getur haft úrslitaáhrif á þá að- stoð, sem nemendum er veitt á sviði kennslu og félagslegra aðgerða. Látum okkur gera ráð fyrir, að á ráð- stefnunni séu 6 kennarar, skólastjóri, skóla- hjúkrunarkona, félagsráðgjafi og skólasál- fræðingur. Við getum strax gert ráð fyrir því, að þessir 10 muni ekki hafa sömu skoð- un á nemandanum og af eðlilegum ástæð- um. Kennararnir 6 þekkja nemandann úr skólastarfinu, en nemandinn er ekki sá sami hjá öllum kennurunum. Sumir þekkja hann sem áhugalítinn og latan nemanda, sem jafn- vel veldur óþægindum í bekknum með fram- komu sinni. Aðrir þekkja nemandann sem áhugasaman og iðinn ungling, sem gerir sitt hezta í skólastarfinu. Hinir jákvæðu og nei- kvæðu eiginleikar nemandans birtast þannig í mismunadi mati kennaranna. Félagsráðgjafinn hefur kynnt sér heimil- isástæður nemandans og dregur sínar álykt- anir af þeirri kynningu. Skólahjúkrunar- konan veit talsvert um líkamlega og ef til vill einnig geðræna heilsu nemandans. Skólasálfræðingurinn veit sennilega eitt- hvað um þetta allt saman og ef til vill þekk- ir hann líka hina mælanlegu greind nem- andans. Skólastjórinn á nú að mynda sér skyn- samlega skoðun á nemandanum og byggja hana á öllu því, sem aðrir þátttakendur hafa að segja. Akvörðunin verður að vera þann- ig, að líklegt sé, að hún sé nemandanum fyr- ir beztu. Við sjáum strax, að líkurnar til þess að alger samstaða fáist fyrirhafnarlítið eru mjög litlar. Sennilegast er, að einhver þátt- takandinn viti meira um nemandann og heimili hans en nokkur hinna. Ef sá hinn sami er vel máli farinn og túlkar sitt sjónar- HEIMILI OG SKÓLI 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.