Heimili og skóli - 01.08.1970, Side 20

Heimili og skóli - 01.08.1970, Side 20
tilrauninni stóðu nú andspænis því furðu- lega fyrirbæri, að hópur annarra stúdenta mat línu annaðhvort of langa eða of stutta, þótt hún væri í raun og veru jafnlöng og mælikvarðinn. Af liðlega 130 þátttakendum í tilrauninni stóðust 50 prósent ekki þessi undarlegu hóp- áhrif, sem 67 prósent af aðstoðarmönnunum höfðu haft í frammi. Villumatið hjá þátt- takendunum steig þannig úr einu prósenti í 37 prósent. Tilhneigingin til þess að láta undan hóp- rnatinu var einstaklingsbundin. Sumir þátt- takendur í tilrauninni hölluðust alltaf að því hópmati, sem flestir gerðu, en aðrir höfðu sjálfstæðari afstöðu. I Kaupmannahöfn hefur svipuð tilraun verið gerð með 16—17 ára gamla unglinga, og sýndi hún, að aðeins einn af 14 stóðst hópáhrifin, 2 að nokkru leyti, en 11 buguð- ust algerlega gagnvart hópáhrifunum. Svipaðar rannsóknir er hægt að gera hvar sem er, aðeins þurfa menn að athuga vand- lega hverskonar úrtak þeir vilja kanna. í því sambandi gæti t. d. verið lærdómsríkt að athuga hvort lestur ákveðinna blaða hef- ur úrslitaáhrif á sjálfstæða hugsun eða ekki. Þetta voru sem sagt tilraunir sálfræðing- anna endursagðar í mjög stuttu máli. Látum okkur nú hugsa okkur um og athuga hvernig við sjálf og það fólk, sem við þekkjum bezt snýst við, þegar taka skal afstöðu. I mínu starfi hef ég oft tækifæri til að heyra hóp manna og kvenna láta í ljós álit sitt á sömu einstaklingunum. Oftast eru per- sónurnar, sem meta skal, skólanemendur á aldrinum 13—19 ára, sem af einhverjum ástæðum þurfa á einhverri aðstoð að lialda. Látum okkur hugsa okkur fund í skólanum, sem Svíar kalla nemendaráðstefnu (jafnvel þótt enginn nemandi sé viðstaddur). Þessi ráðstefna getur haft úrslitaáhrif á þá að- stoð, sem nemendum er veitt á sviði kennslu og félagslegra aðgerða. Látum okkur gera ráð fyrir, að á ráð- stefnunni séu 6 kennarar, skólastjóri, skóla- hjúkrunarkona, félagsráðgjafi og skólasál- fræðingur. Við getum strax gert ráð fyrir því, að þessir 10 muni ekki hafa sömu skoð- un á nemandanum og af eðlilegum ástæð- um. Kennararnir 6 þekkja nemandann úr skólastarfinu, en nemandinn er ekki sá sami hjá öllum kennurunum. Sumir þekkja hann sem áhugalítinn og latan nemanda, sem jafn- vel veldur óþægindum í bekknum með fram- komu sinni. Aðrir þekkja nemandann sem áhugasaman og iðinn ungling, sem gerir sitt hezta í skólastarfinu. Hinir jákvæðu og nei- kvæðu eiginleikar nemandans birtast þannig í mismunadi mati kennaranna. Félagsráðgjafinn hefur kynnt sér heimil- isástæður nemandans og dregur sínar álykt- anir af þeirri kynningu. Skólahjúkrunar- konan veit talsvert um líkamlega og ef til vill einnig geðræna heilsu nemandans. Skólasálfræðingurinn veit sennilega eitt- hvað um þetta allt saman og ef til vill þekk- ir hann líka hina mælanlegu greind nem- andans. Skólastjórinn á nú að mynda sér skyn- samlega skoðun á nemandanum og byggja hana á öllu því, sem aðrir þátttakendur hafa að segja. Akvörðunin verður að vera þann- ig, að líklegt sé, að hún sé nemandanum fyr- ir beztu. Við sjáum strax, að líkurnar til þess að alger samstaða fáist fyrirhafnarlítið eru mjög litlar. Sennilegast er, að einhver þátt- takandinn viti meira um nemandann og heimili hans en nokkur hinna. Ef sá hinn sami er vel máli farinn og túlkar sitt sjónar- HEIMILI OG SKÓLI 64

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.