Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 10

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 10
veitir þeim frelsi til að helga sig atvinnu- starfinu einhuga, eða að eignast börn og verða þá — að minnsta kosti um árabil — að skipta sér á milli uppeldis þeirra og laun- aðs starfs utan heimilis. Margir telja, að draga megi úr efnahags- legu misrétti, sem móðurhlutverkið veldur milli kynjanna, með því að greiða mæðrum laun fyrir uppeldi barnanna. Tveir aðiljar koma til greina sem launagreiðendur: barnsfaðirinn og ríkissjóður. Ef við gerum ráð fyrir í fyrra tilvikinu, að barnsfaðirinn sé eiginmaður móðurinnar og fyrirvinna heimilisins, þá merkja laun til móður af tekjum hans ekkert annað á langflestum heimilum en sérstaka tilhögun um ráðstöfun þess aflafjár, sem til umráða væri mánaðar- lega. Því yrði eftir sem áður varið til brýn- ustu heimilisþarfa, nema auður sé fyrir hendi. Slík launagreiðsluráðstöfun kynni í ýmsum tilvikum að leysa nokkurn sambúð- arvanda, en útþrá ungrar konu myndi hún ekki sefa né fullnægja atvinnumetnaði henn- ar. Ef ríkissjóður (eða hliðardeild hans: Tryggingastofnun ríkisins) greiddi mæðr- um uppeldislaun, þá væri að nokkru leyti leiðrétt misrétti milli kvenna, sem ala börn sín upp sjálfar, og hinna, sem stunda at- vinnu utan heimilis og eru barnlausar eða fela opinberum stofnunum uppeldi barn- anna. Tekjur heimilisföðurins skertust þá ekki þessa vegna, nema að því leyti sem skattar legðust á hvert heimili til þess að standa undir hinum nýju launagreiðslum. Uppeldi eigin barna væri þá orðin atvinnu- grein; móðirin væri verktakinn. Mörgum sýnist sem þarna hilli undir rétt- lætis- og sæluríki framtíðarinnar. Því fylg- ir þó nokkur vandi. Ef móðurhlutverkið verður atvinna og mæður atvinnustétt, hversu fjölmenn á þá sú stétt að vera? Ekk- ert ríki kostar til lengdar miklu fjölmenn- ari atvinnustétt en það hefir þörf fyrir. Og ef við lítum til annarra þjóða og mannkyns- fjölgunarinnar í heild, þá er auðsætt, að takmörkun barneigna er ein brýnasta krafa framtíðarinnar. Hverjar fá þá inngöngu í stéttarfélag mæðra? Eiga barneignir og upp- eldi eigin barna að verða sérstakt forrétt- indastarf útvalinna kvenna, sem að fjölda til takmarkast við reiknanlega mannfjölgun- arþörf þjóðfélagsins? Unnendum frelsis mun óa við slíkri lausn, en trúlega eru fram- undan tímar miskunnarlauss raunsæis. V. Varlega ber þó að spá um samfélagsþró- un framtíðarinnar, því að þar eru margir þættir óvissir og fram geta komið mótandi öfl, sem við þekkjum ekki nú. Samt þarf að horfast í augu við samfélagsvanda nútíðar og næstu framtíðar. Ef þeirri kröfu verður fast fram haldið, að konan keppi fullum fet- um við karlinn á almennum vinnumarkaði, þá verður hið opinbera að létta mæðrum uppeldisstarfið framar en nú gerist almennt og í því formi, að þær geti átt meginhlut- deild í því framvegis. Liggur þá beinast við að koma upp almennum leikskóla fyrir börn á aldrinum 3ja til 6 ára og dagheimilum, þar sem brýn þörf krefði, en síðan hæfu 6 ára börn nám í almennum barnaskóla, sem yrði þá að vera með nokkru leikskólasniði fyrst í stað fyrir þroskaminnstu börnin og þyrfti að rækja uppeldisþáttinn jafnframt fræðslunni miklu framar en hann gerir nú. Vegna vinnu mæðra utan heimilis yrði að lengja árlegan skólatíma, enda knýr marg- vísleg önnur nauðsyn á um það. HEIMILI OG SKÓLI 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.