Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 13

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 13
Skólaárið. í sænskum skyldunámsskólum er skóla- árið 40 starfsvikur. Skólarnir byrja 21. ágúst og sumarleyfi hefst 10.—12. júní. Skólaárið var lengt um eina viku, vegna þess, að ekki er kennt á laugardögum. Þá hafa skólarnir stytt kennslustundirnar úr 45 mín. í 40 mín. Matarhlé verður ein klukkustund og nemendur horða hádegis- verð í skólunum. Hádegisverðurinn er ókeypis og er það eins á öllum stigum í skyldunámsskólunum. Laugardagsleyfið. Eins og áður segir, var skólaárið lengt vegna þess, sem álitið var að tapaðist vegna laugardagsleyfanna. Sumir álíta að starfs- dagur barnanna verði þá of langur og sætir því þessi tilhögun nokkurri gagnrýni. Þó eru flestir sæmilega ánægðir með laugar- dagsleyfið og almenn er sú skoðun, að skólarnir hafi þarna ekkert val. Starfstími skólanna verði að samræmast starfstíma annarra stétta í þjóðfélaginu. Nú er svo komið, að iðnfyrirtæki, skrifstofur, bankar o. fl. loka á laugardögum. Fólkið heldur úr bænum og varla er hægt að skilja börnin eft- ir. Sama þróun átti sér stað í Bandaríkjun- um og nú hefur gerzt í Svíþjóð. Frídagar. Ár hvert eru lögskipaðir 10 frídagar í sænskum skólum. Að auki eru svo hinir hefðbundnu frídagar við kirkjulegar hátíð- ir. Þessu til viðbótar bætast svo frídagar fyr- ir nemendur, sem kennarar nota til skipu- lagninga og funda í þágu skólanna, en þeir eru sambærilegir mánaðarfríum í íslenzk- um skólum. Heimavinna nemenda. Kennurum er ekki heimilt að leggja fyrir heimaverkefni nema 4 daga í viku. Er þetta hugsað þannig, að aldrei má leggja fyrir heimaverkefni fyrir dag eftir helgi eða frí. Reynt er að halda strangt við þessa reglu. Þó munu örfáir kennarar láta hana lönd og leið. Álitið er, að námskröfur skólanna megi ekki íþyngja nemendum mjög, heldur sé tryggt, að þeir fái sæmilegan hvíldartíma innan vébanda heimilanna og auk þess tíma og tækifæri til hollra tómstundaiðkana. Álitin er fjarstæða, að nemendur séu að vinna sunnudaga, þegar aðrir eiga frí. Sunnudagar eiga að vera frídagar fyrir alla. Af illri nauðsyn er þó tíðkað í íslenzkum skólum, að börn læri yfir helgar. Skólarannsóknir og fræðsluskylda. Mjög hefur verið á dagskrá að samræma skólanám á Norðurlöndum og er skipulags- bundið unnið að því. Sænska skólakerfið hefur orðið fyrirmynd Finna og bíða þeir með ýmislegt í sambandi við tilraunastarf, þar sem Svíar eru að gera hliðstæðar til- raunir hænufeti á undan. Mikilvægt er að Norðurlöndin fari ekki að leggja peninga og vinni í að athuga hluti, sem þegar er bú- ið að athuga. Norðurlandaþjóðirnar eru svo líkar, að óþarft má telja að marg-rannsaka sama efni á sams konar fólki. Norðmenn eru nú búnir að ákveða 9 ára skólaskyldu og er hún að koma í fram- kvæmd, eða er þegar komin. Við getum sagt, að íslenzka skólakerfið með 8 ára fræðslu- skyldu og 9. árið með nokkru valfrelsi milli greina, sé einnig í þessum ramma og hlið- stætt hinu sænska, þó að framkvœmdir geti orðið með ýmsum hœtti. Svíarnir eru að því HEIMILI OG SKÓLI 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.