Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 35

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 35
Skólinn þarfnast nú samhæfingar (syntese) þessara sjónarmiða í markmiðum sínum og aðferðum. Eg hugsa þá einkum til prófess- ors Skinners og aðferða hans „operational conditioning“ og þá sérstaklega það sem kallast „shaping“ nám með aðstoð kennslu- véla (programmed instruction) og kennsla með tölvum (computers). Hins vegar eru svo viðhorf „humanistiskra“ sálfræðinga og uppeldisfræðinga, sem telja að gildi (valu- es) og sjálfur einstaklingurinn séu það sem mestu varðar bæði fyrir skólann, samfélagið og einstaklinginn. 8. Starfsskólamenn reyndu á sínum tíma að nýta hin skárri félagslegu öfl innan bekkjarins, bæði sem uppeldistæki og til þess að ná betri námsárangri. Stefna þessi var hins vegar ófús og jafnvel andvíg því að beita dynamiskum öflum geðlífs og tengja þau vitsmunalegum og félagslegum ferluni. Ég legg til, að nú sé tímabært að opna kennslustofurnar fyrir þekkingu frá geð- fræði, félagsfræði og skyldum greinum. Þorir skólinn það? Vogar þjóðfélagið sér það? Slík aðgerð gæti að mínu áliti gjör- breytt lífi hins námstrega nemanda í skólan- um. Kennarar og ráðgjafar af nýrri gerð. 9. Til þess að slík þróun geti hafizt að marki þarf að uppfylla mörg skilyrði. Hið augljósasta er ný tegund kennara, sem kunna og þora að nota róttækar aðferðir til að breyta nemendunum. Stóraukið nám kennara í kennslufræðum, geðfræði og fé- lagsfræði er nauðsynlegt skilyrði. Fjölþætt starf sálfræðiráðgjafa í sambandi við nám og kennslu er óhjákvæmilegt. Það starf þarf að vera opið og beint en ekki í þeim felu- leik, sem því miður einkennir oft þessa starfsemi nú. Bezt er að ræða það mál ekki nánar, þar sem tími minn er takmarkaður. Bæði kennari og ráðgjafi þurfa mikla starfs- þjálfun undir umsjón. Fordæmi þeirra og verk eru mikilvægari en sjálf fræðikenning- in, þótt hún sé í vissum mæli nauðsynleg sem undirstaða. Annars þarfnast skólinn starfsmanna með margvíslega menntun. Abraham Maslow segir á einum stað. „When the philosophy of man, his nature, liis goals, his potentialities, his fulfilment changes, the everything changes . . . .“ Ég geri þessi orð að mínum. Möguleikar mannsins felast í sveigjanleika og marg- breytileika manneðlisins. Jafnframt er það mesta hætta mannsins, að hann er háður sjálfstúlkun sinni og sjálfsskilningi, sem m. a. geta leitt hann til sjálfsblekkingar. Það er út frá þeim sjónarmiðum og grund- vallaratriðum, sem ég hef reynt að nefna, að ég álít að alger umbreyting sé nauðsynleg og möguleg í hinum almenna skóla, enda má sjá merki þess að sitthvað er reynt í þessa átt víða um heim. Það verður vonandi til þess að breyta verulega stöðu og þroskamögu- leikum þeirra nemenda, sem við köllum námstrega nú til dags. En slík breyting mun aðeins ná fram að ganga, ef ráðandi öfl í þjóðfélaginu leyfa slíka umbreytingu á gild- isviðhorfum í siðmenningu okkar og samfé- lagi. Ákvörðunarferli og ábyrgð. Skólinn einn ræður ekki við slíkt verk- efni, en hann getur lagt lóð sitt á metaskál- arnar. Mitt álit er, að eitt helzta verkefni kennarans sé að taka beinan þátt og stöðug- an í baráttunni fyrir breyttum þjóðfélags- verðmætum og grundvallarviðhorfum í þjóðfélaginu. Það er ósk mín til handa HEIMILI OG SKOLI 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.