Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 38

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 38
okkur er nauðsyn á að vita svarið, á hvorn veginn, sem það verður. Að lokum viljum við benda á, að ef þetta mál fær ekki nægilegar undirtektir, getum við átt von á, að börn og unglingar í Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslum muni enn um sinn verða án leiðbeininga á þessu sviði og vafalaust getum við reiknað með því, að sum þeirra beri þess merki alla ævi.“ Flest öll sveitarfélög hafa svarað, og öll svörin, sem borizt hafa, verið jákvæð. Tvö kvenfélög hafa einnig ákveðið að leggja þessu máli lið og annað þeirra sent veru- lega fjárhæð. Fyrir þessar góðu undirtektir vill stjórn Kennarafélags Eyjafjarðar hér með þakka. Framlögin, sem væntanleg eru, hafa gert það kleyft að auglýsa námsstyrk. Ekki er enn vit- að, hversu hár hann verður, en að sjálfsögðu er upphœðin mikið atriði, ekki sízt vegna þess, að styrkþegi er bundinn starfi að námí loknu. Þegar hefur verið tryggð skólavist fyrir væntanlegan styrkþega í einum full- komnasta kennaraháskóla á Norðurlöndum og er gert ráð fyrir, að námið þar hefji t haustið 1971. Yið treystum því, að þau sveitarfélög og kvenfélög, sem enn hafa ekki svarað bréf- um okkar, svari jákvætt og sem allra fyrst. Nokkur framlög til viðbótar, geta ráðíð úrslitum um, hvort styrkþegi fæst. Indriði Ulfsson. Bréfin tvö Eitt sinn hittust þrír skólabræður og höfðu þá ekki sézt í meira en tuttugu ár. I samræðum þeirra bar margt á góma, enda voru þeir allir orðnir frægir menn, hver í sinni stétt og stöðu. Einn var lögfræðingur, annar prestur og þriðji læknir. Lengi rifjuðu þeir upp gamlar minningar og loks sagði lögfræðingurinn: „Hverjum eigum við annars mest að þakka velgengni okkar nú?“ Hinir hugsuðu sig unr þangað til læknir- inn sagði: „Eg hygg, að ég eigi gömlu kennslukonunni minni mest upp að unna. Hún kenndi mér að þekkja dýr og jurtir og opnaði augun mín fyrir fegurð náttúrunnar og leyndardómum lífsins. Hún hjálpaði mér að skilja fólkið í kringum mig, gleði þess og sorgir. Þau áhrif, sem hún hafði á mig í bernsku voru óafmáanleg.“ „Hún hefur sannarlega áorkað miklu,“ sagði lögfræðingurinn. „Hefurðu nokkru sinni þakkað henni þetta allt?“ spurði presturinn. Læknirinn viðurkenndi með hryggð í huga, að það hefði hann aldrei gert. „En nú bæti ég úr því,“ sagði hann. „Eg fer beina leið heim og skrifa henni.“ Og það gerði hann. Nokkrum dögum síðar fékk hann sjáifur bréf. Gamla kennslukonan hans skrifaði honum til að þakka honum bréfið. „Þetta er eina þakklætið, sem ég hef hlot- ið fyrir áratuga starf mitt,“ sagði hún. ,,Og ekkert hefur yljað mér eins um hjartairæt- urnar á lífsleiðinni. Eg er nú komin á ní- ræðis aldur og í morgun, þegar póstmrinn kom var kalt í veðri, jörð þakin hrínni og loftið kólgugrátt. En þegar ég hafði Jesið bréf þitt, var eins og enn væri vor og fuglar syngju í trjánum fyrir utan.“ Lauslega endursagt. HEIMILI OG SKÓLI 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.