Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 36

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 36
skólamönnum í öllum hinum norrænu lönd- um, ekki sízt mínu eigin, að þeir hefji rösk- legar og híeinskilnislegar umræður um stöðu skólans, menntunarkjör nemenda og þá ekki sízt stöðu hinna námstregu. En slík umræða og tilraun til skilgreiningar, þótt nauðsynleg sé, er ekki nægileg. Stjórnmála- menn og valdhafar verða að taka þátt í um- ræðunum, annars er að miklu leyti unnið fyrir gýg. Ef til vill er það á þessu sviði, sem mest brestur á í dag. Eg þykist hafa orð- ið áskynja að margir fyrirlestrar hér í þing- inu hafi gefið eitthvað slíkt í skyn. Vandi skólans í dag felst m. a. í samstarfsskorti landsyfirvalda og skólayfirvalda, milli skólayfirvalda og kennara. Þær felast í ef- anum og óvissunni, hver eigi að taka ákvörð- un og bera ábyrgðina. Ég tel, að við stönd- um enn á ný frammi fyrir vandamálinu gamla að samræma kenningu og athöfn, en það er nokkuð, sem skólamenn ættu að kann- ast við. A okkar tíð verður sífellt augljós- ara, að fátt er nauðsynlegra en endurnýjað rækileg rannsókn á eðli og áhrifamætti ákvörðunartöku (process of decision) ein- staklinga og stjórnunaraðila. Óvíða í sam- félaginu kemur þetta skýrar fram en í skóla- málum. Á miklum breytingartímum verður það auðsærra, sem ávallt er til staðar, að skóli og samfélag eru samofin í hlutverki sínu og starfsháttum. Lesendum kann að þykja óþarft og til lýta, aÓ settar eru innan sviga á stöku stað þýðingar á norsku. Það sjón- armið réð, að þannig yrði lesendum auðveldara að glöggva sig á efni og hugmyndum. Við upphaflega samn- ingu var oft byggt á enskum orðum yfir lykilhugtök, sem síðan var með aðstoð þýðanda snúið á norsku. Smekkleg- ast hefði verið að láta fylgja orðaskrá yfir helztu hugtök, en íslenzk orð, með skilgreindri merkingu sömu erlendu hugtaka, eru ennþá nokkuð á reiki í þessum fræðum. Grein þessi er efnislega óbreytt frá erindi því, sem flutt var á skólamótinu í Stokkhólmi í ágúst sl. — Smábreyt- ingar og viðaukar hafa þó verið gerðar á nokkrum stöð- um, þar sem betur þótti fara í máli eða hugmyndum. Nokkrar bækur höfunda, sem getið er í greininni, ero til við Sálfræðideild skóla. Þeim sem áhuga hafa á þessrt efni, skal bent á neðannefnda bók, sem mér barst í hend- ur, eftir að erindið var samið. Miller, G. W.: Success, Failure and Wastage In Higher Education. Utg.: George G. Harrap & Co. Ltd. University of London Institute of Education 1970. TIL GAMANS — Já, lagsmaður, sagði „Óli norski“. — Það var nú í síðasta stríði. Við vorum úti á miðju Atlantshafi. Lítið var um skotfæri ,við höfðum aðeins nokkra riffla og léttar loftvarnarbyssur. Allt í einu kom þýzkur kafbátur upp á yfirborð- ið, við sáum bara sjónpípuna og hann kafaði strax aftur. Eg gaf strax skipun um að keyra yfir staðinn, þar sem hann fór í kaf, lét hella í sj óinn allri þeirri grænu málningu, sem til var um borð í skipinu, og keyrði svo spottakorn frá. Og hvað heldurðu að hafi skeð? Græna málningin festist á sjónpípuna, svo að kafbátsforinginn hélt alitaf að hann væri í bólakafi. Kafbáturinn hélt «vo áfram að hækka, þar til hann var kominn í 400 feta hæð. Þá skutum við hann niður með loft- varnabyssunum. — Oh yes. Maður nokkur, sem þótti ostur ákaflega góður komst svo að orði: — Ja, ef maður á gráðaost í húsinu, þá er maður viss með að fá þær bakteríur, sem mtaður þarfnast. 80 HEIMILI OG SKÓLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.