Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 12
Ný tækni krefst nýrrar kunnáttu.
lögbundna skólakerfis. Nefni ég þetta nú
þegar til að fyrirbyggja misskilning.
Hugtakið ævimenntun hefur mótast hjá
alþjóðastofnunum, sem um menntun fjalla,
UNESCO — menningar- og fræðslustofnun
Sameinuðu þjóðanna, CCC — menningar-
nefnd Evrópuráðsins og OECD — efnahags-
og framkvæmdastofnuninni. Hafa á þeirra
vegum verið haldnar fjölmargar ráðstefnur
og námskeið til hvatningar og leiðbeiningar
um fullorðinsfræðslu og til þess að vekja
athygli manna á því, að sífellt vex þörfin á
því að menn eigi þess kost að auka og end-
r
urnýja menntun sína meðan orka endist. A
það jafnt við um starfshæfni manna á sí-
breytilegum vinnumarkaði og þá menntun,
sem styrkir persónuþroska og eykur lífsfyll-
ingu.
Meðan á undirbúningi frv. um fullorð-
insfræðslu stóð, var gerð athugun á því í
samvinnu við hin Norðurlöndin hvaða full-
orðinsfræðsla væri fyrir hendi hér á landi.
Þó að hún reyndist á ýmsan hátt lausari í
reipunum og væri umfangs-minnst hér á
landi, er þó öllum ljóst, að til er í sumum
greinum góður kjarni fullorðinsfræðslu.
Nefni ég sem dæmi námsflokka þá, sem
starfa í mörgum hinum stærri kaupstöðum
og eru t. d. í Reykjavík orðin sterk stofnun,
svokallaða „öldungadeild“ við Mennta-
skólann við Hamrahlíð, sem hefur gefið á-
gæta raun þann skamma tíma sem hún hef-
6 - HEIMILI OG SKÓLI