Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 27
um ríkisins til menntamála er að okkar
dómi fyrst um sinn best varið til að styrkja
undirstöðu frummenntunar og fullorðinna-
fræðslu á þann hátt, sem hér hefur verið að
vikið.
Skólanefndin væntir þess, að framkomn-
ar athugasemdir verði ekki túlkaðar á þann
veg, að hún sé andsnúin fræðslu fullorð-
inna né lagasetningu og víðsýnni stefnu-
mörkun um það efni. Yið teljum hér afar
brýnt málefni á ferð, sem rækja þurfi mun
betur en gert hefur verið um leið og náð
verði til sem flestra án tillits til efnahags
og þjóðfélagsstöðu. Skólanefndin hefur haft
til athugunar um hríð að beita sér fyrir
námsflokkastarfsemi hér í kaupstaðnum og
mun eiga um það samvinnu við ýmsa aðila.
Kannski verðum við vitrari að þeirri til-
raun lokinni og getum þá endurmetið af-
stöðu okkar. Hvaða lög sem sett verða um
þessi efni, væntum við sem bestrar sam-
vinnu á grundvelli þeirra við þá aðila, sem
til verða kvaddir að sinna fullorðinna-
fræðslu.
í skólanefnd Neskaupstaðar:
Agúst Jónsson, Björn Magnússon,
Elínborg Eyþórsdóttir, Hjörleifur
Guttormsson, Sigrún Geirsdóttir.
Aðrir, er um málið fjölluðu:
Gerður G. Oskarsdóttir, skólastjári,
Gísli Sighvatsson, skólastjóri,
Guðmundur Bjarnason, kennari,
Randíður Vigfúsdóttir, varafulltrúi í
skólanefnd Neskaupstaðar.
Neskaupstað, 13. nóvember 1974.
Frá Sjúkrasamlagi
Akureyrar
Samkvæmt nýjum samningum milli Læknafélags
íslands og Tryggingastofnunar ríkisins, skal
sjúklingur greiða lækni kr. 600.00 fyrir hverja
vitjun, sem beðið hefur verið um frá kl. 17.00 —
23.30, en kr. 1.000.00 fyrir næturvitjun, sem beð-
ið hefur verið um eftir ld. 23.30.
Greiðslur þessar breytast eftir kaupgreiðsluvísi-
tölu.
Þar sem hér er um verulega hækkun að ræða,
hefur stjórn Sjúkrasamlags Akureyrar ákveðið
í dag, að endurgreiða sjúklingi helming þessa
gjalds, enda framvísi hann kvittun læknisins.
Akureyri, 29. apríl 1975.
SltJKRASAMLAG AKUREYRAR.
HEIMILI OG SKÓLI - 21