Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 48
STJÓRNUN OG STARFRÆKSLA
A meðan áfangakerfið hefur verið að
mótast, hefur áfanganefnd auk skipulagn-
ingarvinnu aðstoðað við ýmsa þætti í stjórn-
un og starfrækslu kerfisins. Þessi störf eru
mun viðameiri en í bekkjakerfi og augljóst,
að skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og það
fámenna starfslið, sem nú er á skrifstofu
skólans, getur ekki annað þessum verkefn-
um. I þessari greinargerð hafa verið lagðar
fram tillögur um ýmsa starfsemi í skóla-
haldinu, sem áfanganefnd telur nauðsyn-
lega forsendu þess, að skólinn og um leið
áfangakerfið geti starfað á viðunandi hátt.
Sum þessara starfa er hentugt að fela starfs-
mönnum á skrifstofu skólans en önnur
kennurum. Meðal annars virðist knýjandi
þörf á, að ráðinn sé starfsmaður á skrif-
stofuna, er hefði það aðalstarf að svara í
símann.
Afanganefnd telur mikilvægt, að þeim
störfum, sem henta kennurum, sé dreift á
margar hendur og að kennarar skiptist á
um að sinna þeim. Að öðru leyti bendir
áfanganefnd á tillögur F. M. um stjórnun-
arstörf í menntaskólum.
42 - HEIMILI OG SKÓLI