Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 43

Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 43
MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ: Mýjungar í kennslumálum (Greinargerð áfanganefndar) Haustið 1972 voru hafnar róttæhar breytingar á skipulagi náms og kennslu í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Horfið var frá hinu arftekna bekkjakerfi menntaskólanna en í þess stað tekið upp svonefnt áfangakerfi. Hið nýja kerfi tók frá upphafi til nem- enda á fyrsta og öðru námsári en nemendur, sem lengra voru komnir, luku stúdentsnámi sínu samkvæmt fyrra skipulag.i Einn þáttur í löngum aðdraganda og áframhaldandi undirbúningi að framkvœmd áfangakerfisins er útgáfa AFANGA, frétta- og upplýsingablaðs, sem kynnir kennurum og nemendum skólans hið nýja kerfi jafnóðum og það tekur á sig sína fyrstu föstu mynd. Meðfylgjandi grein birtist í 12. blaði Afanga og er prentuð hér með leyfi rektors skólans, Guðmunds Arn- laugssonar. — Afanganefnd skipuðu kennararnir Ingvar Asmundsson, Jón Hannesson, Stefán Briem og Valdi- mar Valdimarsson. Áfangakerfið hefur nú verið starfrækt í Menntaskólanum við Hamrahlíð í tvo vet- ur, og úrskrifuðust fyrstu stúdentarnir í vor og þá um leið síðustu nemendur bekkja- kerfisins. Frá og með haustönnum 1974 verður áfangakerfið því ekki aðgreint frá skólanum sjálfum. Áfanganefnd hefur starfað að skipulagn- ingu áfangakerfisins óslitið frá ársbyrjun 1972 til þessa dags og telur sig nú hafa lokið verkefni sínu. Áfanganefnd lætur því af störfum við lok yfirstandandi skólaárs. Áður en áfanganefnd skilur við, vill hún gera grein fyrir mati sínu á stöðu áfanga- kerfisins, hvað vel hefur gefist, hvað miður hefur farið og hvernig nefndin telur, að standa beri að starfrækslu og þróun áfanga- kerfisins í framtíðinni. Einnig verða kynnt- ar hér ýmsar tillögur og hugmyndir áfanga- nefndar og annarra um endurbætur á skóla- starfinu. Sumar þeirra hafa áður verið lagðar fram við skólastjórn. Áfanganefnd telur mikilvægt, að einnig kennarar og nem- endur fái tækifæri til að taka afstöðu í þess- um málum og að sem flestir þeirra taki virkan þátt í þróun áfangakerfisins og skólastarfsins yfirleitt. MARKMIÐ OG ÁRANGUR Markmiðið með breytingunni frá bekkja- kerfi í áfangakerfi var og er fjölþætt, m. a. eftirfarandi: HEIMILI OG SKÓLI - 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.