Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 17
fræðslukerfið er því meiri er hlutur full- orðinsfræðslunnar og öfugt. Þar sem þessi þróun er lengst á veg komin er talið að vart megi á milli sjá, hvort þátturinn sé orðinn fyrirferðarmeiri, hin hefðbundna kennsla eða fullorðinsfræðslan, og fjárframlag til hvors þáttarins um sig næsta áþekkt. Þannig á þessu nú þegar að vera farið í Ráðstjórn- arríkjunum og Bandaríkjunum, risaveldun- um tveimur, sem keppa um yfirburði á sviði hinna margvíslegu fræða, tækni og fjöl- breytni atvinnuháttanna. I vanþróuðum löndum aftur á móti er hugmynd fullorð- insfræðslunnar enn sem komið er næsta þokukennd, ef menn á annað borð hafa heyrt hugtaksins getið. 2. RÁÐSTEFNA í HELSING0R 1949 Það var árið 1949 að Unesco boðaði til hinnar fyrstu ráðstefnu um fullorðins- fræðslu og þá í Helsingpr í Danmörku. Það var engin tilviljun að Danmörk var valin sem fyrsti mótsstaður ráðstefnu af þessu tagi. Það var gert í fullri vitund þess að lýð- háskólahugmyndir Grundtvigs voru í raun og veru þessa eðlis, en lýðháskólar til þess stofnaðir að veita fullorðnu fólki tækifæri að öðlast fræðslu, meira vekja það til vit- undar um hæfileika sína og skapa því trú á sjálft sig og möguleika sína að vera virkir aðilar í samfélaginu, brennandi af áhuga að vinna Drottins veröld til þarfa. — Lýð- háskólahreyfingin danska eða norræna sem Hklega væri réttara að kalla hana hratt af stað mikilli vakningu og alþýðuhreyfingar á Norðurlöndum svo og á Vesturlöndum yfirleitt hafa á magrvíslegan hátt notið þeirrar vakningar, enda hún senn verið kvika og kveikja. -—- Að gera menn lifandi og virka var meginatriði lýðháskólastefn- unnar. — Það kom greinilega í ljós á hinni fyrstu alþjóðaráðstefnu um fullorðins- fræðslu í Helsingpr árið 1949, en í forsæti var þar daninn Johannes Novrup, að stefnt skyldi að slíku marki. Það var einkenni þessarar ráðstefnu sem haldin var aðeins fjórum árum eftir iok síðari heimsstyrjald- ar að horft var aftur til liðins tíma, horft var aftur til hildarleiksins og harmleiksins á styrjaldarárunum, þegar tugþúsundir manna og kvenna urðu að hverfa frá námi og starfsgreinum að sinna kalli ófriðarins. Þessu fólki varð að veita tækifæri að bæta sér upp það tjón, sem það hafði orðið fyrir menningarlega og félagslega. — En þetta var aðeins einn þátturinn. Annar þáttur og engu ómerkari var sá að skapa þyrfti og þróa sameiginlega menningu að komið yrði í veg fyrir að skil mynduðust í þjóðfélög- unum og annars vegar væri fámennur hóp- ur, úrval, elite, eins og þetta var kallað, sem notið gæti menningarverðmætanna og ráðið stefnu samfélagsins, hins vegar fjölmennur hópur, múgur, sem þyrfti að sætta sig við annan og minni hlut, hljóta stimpil fákunn- áttu og getuleysis og fara á mis við það sem ágætast var og raunverulega eftirsóknar- verðast. — Þriðja verkefnið sem við blasti á hinni fyrstu ráðstefnu í Helsingpr var svo það að komið yrði á í öllum löndum fræðslu er hefði það að markmiði öðru fremur að vekja athygli á merkingu og innihaldi, þeg- ar hugað var að lífinu og tilverunni, en sú hætta vofði ekki síst yfir hinum ungu að þeim fyndist allt án tilgangs og takmarks. Hinir ungu uxu úr grasi á tímaskeiði, þegar hin fyrri verðmæti, andleg og menningar- leg voru að heita mátti úr sögunni og við blasti tóm og tilgangsleysi að því er harla mörgum fannst. Menn höfðu á nokkrum ár- HEIMILI OG SKÓLI - 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.