Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 51

Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 51
UMSAGIMIR UM BÆKUR FRÁ RÍKISÚTGÁFU NÁMSBÓKA Aldahvörf — Ellefta öldin í sögu íslendinga. Eftir Þórleif Bjarnason. Hin fornu tún — Reykjavík í ellefu aldir. Eftir Pál Líndal. Hjá Ríkisútgáfu námsbóka eru fyrir nokkru komin út tvö rit í nýjum bókaflokki sem ber heitið Land og saga. Undirtitill bókanna gefur til kynna að þær séu gefnar út í tilefni ellefu alda afmælis íslands- byggðar. Á tililblaði bókanna er skráð að þær séu gefnar út 'hjá Bókagerðinni Aski og er það eins konar dótturfyrirtæki Ríkisútgáfunn- ar. Og er það alls ekki óþekkt fyrirbæri að bókaforlög gefi út bókaflokka undir sér- stöku útgáfuheiti. Hvað veldur því að Ríkisútgáfan hefur valið þessa leið er mér ekki vel ljóst. Kann að vera að því ráði einhverju, að hér eru á íerðinni sölubækur, ætlaðar til sölu jafnt í skólum sem á almennum markaði. Höfundar bókanna, þeir Þórleifur Bjarnason og Páll Líndal, eru löngu lands- kunnir menn af störfum sínum, eldlegum áhuga á þjóðlegum fræðum og sögu lands- ins. Lætur Þórleifur m. a. þau orð falla í formála bókar sinnar: „Saga og fleiri svonefndar lesgreinar virðast ekki á undanförnum áratugum hafa notið mikillar virðingar meðal sumra nem- enda framhaldsskólanna. Er títt að heyra þá kalla þær greinar kjaftafög. Einhver misvísun er í því rnati. Þetta eru einar mestu menningargreinar skólanna, sem leggja ber rækt við. Nágrannaþjóðir okkar kalla þær ,,kulturfög.“ Nám í þessum grein- um mun oft hafa orðið hér yfirborðskennt og samhengislítið. Kennslubókin getur átt einhvern þátt í því, en hún verður þó aldrei annað en eins konar verkfæri í hendi kenn- arans, sem vegur og metur, á hvaða hátt hann á að beita henni.“ Þetta segir hinn reyndi kennari og skóla- maður og eru það vissulega orð í tíma töl- uð. Jafnframt speglast þar virðing höfund- ar fyrir fræðigreininni. Tel ég að Ríkisút- gáfan hafi verið sérlega heppin í vali sínu á höfundum bókanna. Bækurnar eru skrif- aðar á lipru og aðgengilegu máli og það sem mest er um vert, vekja þær strax áhuga lesanda á efninu og hann viíl fá að vita meira. Aldahvörf eftir Þórleif Bjarnason er saga þjóðarinnar í hnotskurn síðastliðin 100 ár eða eftir að landshöfðingjatímabilinu lýk- ur og fram á þennan dag. Hún er því mikið til samtíðarsaga og niá ætla að oft liafi reynst höfundi erfitt að sigla milli skers og báru um efnisval, þar sem rými bókarinnar er þröngur stakkur skorinn (tæpar 300 bls.) en fjallar þó um eitt umsvifamesta tímabil sögu okkar. Þennan vanda hefur Þórleifi tekist að leysa og við höfum fengið í hend- ur athyglisverða bók. I inngangi bókarinn- ar er þess getið að hún sé til notkunar við kennslu í gagnfræða- og framhaldsskólum. Ég lít svo á að hún komi ekki síður að gagni í barnaskólum og sé gott framlag til þeirrar endurskoðunar sem verið er að gera á námsefni og kennsluaðferðum í grunn- skólanum. Sjálfur segir höfundur svo í for- mála: „Ef til vill væri rétt að kenna alla sögu HEIMILI OG SKÓLI - 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.