Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 18

Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 18
um upplifað algera umturnun og stóðu framandi og ráðvilltir í róti nýs tíma. Aldr- ei höfðu jafnmargir skynjað firringuna, sem svo er kölluð, rótleysið, finna sig í hringiðu framandi lífs, fyrirbæra og nýrra tjáningarforma. — Þannig urðu á hinni fyrstu ráðstefnu í Helsingpr greindir þrír veigamiklir þættir fullorðinsfræðslunnar: I fyrsta lagi að skapa fullorðnum ný tæki- færi að öðlast þá menntun og þjálfun, sem þeir einhverra orsaka vegna höfðu farið á mis við áður eða e. t. v. skynjuðu fyrst síð- ar á ævinni að þeir höfðu þörf fyrir eða sérstakan áhuga á. I öðru lagi að tryggja öllum þjóðfélagsþegnum sameiginlegan menningargrundvöll er kæmi í veg fyrir misrétti og órétti, kæmi í veg fyrir það, sem síðar hefur verið nefnt félagslegt og menn- ingarlegt ólæsi, en hugtakið ólæsi hefur reyndar orðið harla áhrifamikið tískuhug- tak, notað í hinum margvíslegustu blæbrigð- um. — í þriðja og síðasta lagi að hamla gegn því að böl tilgangsleysis og vonbrigða gripi um sig og yrði að sjúklegri þrá til að gefast upp eða gefa sig á vald andfélags- legum fyrirbærum eða skapaði flóttahneigð er menn teldu til einskis að vinna, lífið og tilveran í senn óskiljanleg, án takmarks og tilgangs. Á hinni fyrstu ráðstefnu í Helsingpr árið 1949 mættu 79 þátttakendur frá 25 löndum. Af þeim voru 54 frá 14 löndum Vestur- Evrópu, aðeins 4 mættu frá Asíu, 1 aðeins frá Suður-Ameríku, og eina Afríkuríkið, sem fulltrúa átti á ráðstefnunni, var Egypta- land. Heitið sem ráðstefnunni var valið var aðeins „Fullorðinsfrœðsla.“ „Adult Edu- cation.“ Hér skyldi um könnun að ræða fyrst og fremst, komið saman að bera sam- an bækurnar. — Það var almennt viðhorf á ráðstefnunni, að fullorðinsfræðsla væri viðbótar- og uppbótaþáttur, í rauninni hvorki sérlega stór í sniðum eða þyrfti hlut- ur hans að vera tiltakanlega mikill eða hafa í för með sér fjárframlög er nokkru næmu. Það var ekki óalgeng skoðun meðal full- trúanna að fela mætti fullorðinsfræðsluna svo til eingöngu félagssamtökum, sem til væru, en opinber afskipti þyrftu ekki að vera mikil. 3. RÁÐSTEFNA í MONTREAL ÁRIÐ 1960 Næsta ráðstefna á vegum Unesco um fullorðinsfræðslu var haldin í Montreal í Kanada árið 1960. Á þeirri ráðstefnu mættu 112 fulltrúar frá 51 landi. Þá átti Afríka þar 9 fulltrúa, Asía 17, Suður-Ameríka 19 og frá Arabalöndunum voru mættir 6 full- trúar. Þannig hafði hinn svokallaði þriðji heimur eða þróunarlöndin komið til sög- unnar. Auk þess áttu 46 alþjóðlegar stofn- anir áheyrnarfulltrúa á ráðstefnunni. Nú voru Ráðstjórnarríkin einnig með og full- trúar frá þrem öðrum ríkjum Austur- Evrópu. Y'firskriftin yfir hinni annarri ráðstefnu Unesco um fullorðinsfræðslu var „Fullorð- insfræðslan í breytilegum heimi —- Adult Education in a Changing World.“ — Það kom greinilega í ljós að miklar breytingar höfðu orðið á afstöðu manna til fullorðins- fræðslu og enn meiri á hugmyndum manna um gildi og mikilvægi slíkrar fræðslu. ■— Mestur var munurinn á því er laut að sjálfri stöðu fullorðinsfræðslunnar í menntun og menningu hinna ýmsu þjóða. Augljóst var að lengur var ekki litið á fullorðinsfræðslu sem viðbót eða uppbót. Hún var nú skoðuð og skilgreind sem sjálfsagður og sjálfstæð- 12 - HEIMILÍ OG SKÓLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.