Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 23

Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 23
löggjöf um framhaldsskólastig og starfs- menntun innan þess í reynd verið komið í viðunandi horf. 2. Stjórnsýsla Með frumvarpinu er lagt til, að stjórnun og eftirlit með fullorðinnafræðslu byggi í veigamiklum atriðum á nýmælum í löggjöf með grunnskóla að því er varðar fræðslu- ráð og fræðsluskrifstofur, sem landshluta- samtök sveitarfélaga yrðu aðilar að á móti ríkissjóði. Skólanefndin telur æskilegt, að reynsla verði látin skera úr um ágæti þessa kerfis, áður en farið verði að bæta þar við nýjum þáttum, svo sem fullorðinnafræðslu- nefndum (sbr. 7. gr.), en fræðsluskrifstof- ur gætu þó tekið að sér tiltekna þætti sem samræmingaraðili milli ríkis og sveitarfé- laga og ýmis konar fyrirgreiðslu í þágu fullorðinnafræðslu. Við teljum hins vegar, að stjórnun fullorðinnafræðslu að því er tekur til opinberra aðila, eigi fyrst um sinn að vera í höndum menntamálaráðuneytis- ins og sveitarfélaga. Ekki er óeðlilegt, að ríkinu til ráðuneytis komi fullorðinna- fræðsluráð, kostað hlutfallslega af tilnefn- ingaraðilum, og í sveitarfélögum viðkom- andi skólanefnd í samvinnu við aðra aðila, svo sem aðstæður gefa tilefni til (launþega- samtök, fræðslufélög o. fl.). Á þennan hátt mætti tryggja verulega aukinn stuðning við fullorðinnafræðslu og samræmingu af hálfu hins opinbera í sam- ræmi við markaða stefnu, án þess að bæta við nýjum stjórnsýsluaðilum, fyrr en þá að fenginni reynslu. 3. Stuðningur ríkisins Skólanefndin telur, að meginreglan um fjárhagsstuðning ríkisins við fullorðinna- fræðslu eigi fyrst um sinn að felast í marg- háttuðum óbeinum aðgerðum, en ékki í „75% af sannanlegum kostnaði,“ sem frumvarpið gerir ráð fyrir sem aðalvið- miðun um styrkveitingar. Stuðningur ríkisins ætti m. a. að koma fram í eftirtöldu: a. Stjórnun og samræmingu fullorðinna- fræðslu á vegum menntamálaráðuneytisins og á vegum fræðsluskrifstofa í umboði þess. b. Skólarannsóknir ráðuneytisins taki einnig til fullorðinnafræðslu og ríkið standi að og kosti námskeið fyrir leiðbeinendur. c. Ríkið launi sérþjálfaða námsleiðbein- endur (kennara), er starfi á vegum mennta- málaráðuneytisins sem eins konar farand- kennarar, er taki að sér fræðslu og aðstoði við að koma henni af stað á vegum náms- flokka í sveitarfélögum, á starfsþjálfunar- námskeiðum og víðar. Jafnframt geta þeir orðið mikilvægur tengiliður við skólarann- sóknir og á annan hátt ráðgefandi um þró- un fullorðinnafræðslu. Slíkum leiðbeinend- um verði fjölgað smátt og smátt með hlið- sjón af reynslu og æskilegri þróun. d. Skólarannsóknir beiti sér fyrir samn- ingu og gerð fjölþætts námsefnis til full- orðinnafræðslu og stuðningi við útgáfu þess, einnig að því er varðar kennsluefni á vegum bréfaskóla. e. Veitt verði aðstaða án endurgjalds í skólahúsnæði eða öðru húsnæði í eigu rík- isins eða ríkis og sveitarfélaga, með að- gangi að kennslugögnum að bókasöfnum meðtöldum, að sjálfsögðu með fullu sam- komulagi við umráðaaðila (sbr. 36. gr.). f. í öllum nýbyggingum skóla og við breytingar á eldra húsnæði verði tekið til- lit til þarfa fullorðinnafræðslu og gengið frá normum þar að lútandi á vegum HEIMILI OG SKOLI - 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.