Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 15

Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 15
það ekki rétt. Menntun til að auka þroska einstaklingsins á að gera hann að betri sam- félagsborgara og ábyrgari. Skilningur hans á gerð samfélagsins og mat á úrræðum þess vex með þeirri menntun, sem t. d. gerir honum kleift að afla sér fróðleiks á erlend- um tungumálum, svo eitt dæmi sé nefnt. Já- kvæð hagnýting tómstunda er mikilsverð og ef menn venjast á að hagnýta sér mennt- unartilboð bréfaskóla, námshringastarf, fyr- irlestra og námskeið, þá eykur það mörg- um víðsýni og sjálfstraust, svo að þeir geta betur tekist á við vandamál síns umhverfis og hljóta einnig fleiri ánægjustundir. I janúar sl. efndi Norræna menningar- málaskrifstofan og danska menntamála- ráðuneytið til ráðstefnu um fullorðins- fræðslu í Grená á Jótlandi. Þar var einkum fjallað um hvað hægt væri að gera sameig- inlega á Norðurlöndum til framdráttar full- orðinsfræðslu. Umræður snerust m. a. um það hvernig hægt væri að styrkja aðstöðu þeirra, sem af einhverjum ástæðum hefðu ekki notið þeirrar frummenntunar, sem nægði þeim sem undirstaða undir hinar ýmsu framhaldsgreinar, hvernig takast mætti að kynna þeim fræðslutilboð, sem einangraðir eru og uppburðarlitlir og hvern- ig hagnýta mætti sameiginlega margt af því fræðsluefni, sem gert er í þessum löndum öllum. Gerðar voru tillögur um frekara samstarf að þessum málum og bera von- andi árangur. Sú kennsluaðferð tíðkast nú víða erlend- is, að nemendur fái námsefni frá bréfaskól- um, en komi svo saman á stutt námskeið með kennara, sem leiðbeinir þeim og geng- ur úr skugga um að þeir skilji námsefnið. Þessi aðferð ætti að henta vel hér í strjál- býlinu. Námshóparnir þar sem hver styður annan í sjálfsnámi hljóta líka að eiga fram- tíð fyrir sér hér. Frá námskeiði. Meðal þess vanda, sem leysa þarf til þess að fullorðinsfræðsla notist er það hvernig á að bæta þeim vinnutap, sem fara úr laun- uðu starfi til að stunda nám. Án þess að því skilyrði sé fullnægt er hætt við að fullorð- insfræðsla, sem er hliðstæða frummenntun- ar og meiriháttar starfsmenntunar, komi ekki að fullu gagni. Engum er ljósara en þeim, sem stóðu að samningi frumvarpsins um fullorðins- fræðslu, að það er ekki gallalaust verk. Þrátt fyrir það ætti að vera hægt að starfa svo innan þess ramma, sem þar er fram lagður, að bæði verði til hagsbóta þeim sem menntunar æskja og hinum, sem lengi og vel hafa starfað að fræðslu utan hins lögbundna skólakerfis. HEIMILI OG SIÍÓLI - 9

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.