Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 53

Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 53
frá bókaútgáfunni skjaldborg Flóttinn mikli. Eftir Indriða Úlfsson. Bókin kom út nú fyrir jólin síðustu og er sjöunda bókin sem Skjaldborg gefur út eftir höfundinn, Indriða Úlfsson, skólastjóra á Akureyri. Segir sagan frá ungum, munaðarlausum dreng, Loga að nafni, sem er neyddur til af stjúpföður sínum, Svarta-Láka, að taka þátt í innbroti í skartgripaverslun við þriðja mann. Loga tekst að flýja frá þessu ómann- úðlega umhverfi og eltingarleikurinn mikli hefst. Stjúpfaðirinn og félagi hans fylgja drengnum eftir sem grár skuggi og lendir Logi í ótal mannraunum á flóttanum. En Logi kynnist einnig hinni björtu hlið lífs- ins og ævintýrið endar vel. Indriði kann þá list að segja vel frá og á auðvelt með að skapa spennu í frásögnina. Hjálpast þar að bæði lipur stíll og gott málfar. Er mér kunnugt um það að börn og unglingar láta bækur Indriða ógjarnan frá sér fyrr en að lestri loknum. Enda eiga þau auðvelt með að lifa sig inn í þann ævin- týraheim, sem fram kemur í bókum höf- undar. Þó má vera, að sumum þyki höf- undurinn fjarlægjast um of raunveruleik- ann í frásögninni, ekki síst nú á tímum, þeg- ar allur boðskapur á að hafa í sér helst ein- hverja þjóðfélagsádrepu eins og nú er í tísku. Hvernig væri annars að spyrja börn- in sjálf? Má ekki ætla að atburðarraunsæi þeirra sé á annan veg farið en hjá fullorðn- um? Dr. Símon Jóh. Ágústsson segir á ein- um stað í bók sinni, Börn og bækur: „Lestr- arefnið verður framar öllu að hafa skemmti- gildi fyrir barnið og höfða til einhverra á- hugamála þess.“ Eg ætla, að Indriði fylgi þessari ábendingu í bókum sínum. Bókin er myndskreytt af Bjarna Jónssyni, kennara. Setningu, prentun og bókband hef- ur Prentsmiðja Björns Jónssonar, Akureyri, annast og gert því verki ágæt skil. FRÁ ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU HF. Enn um okkur Kalla. Eftir Orn Snorrason. Orn Snorrason hefur orðið við áskorun ökkar í Heimili og skóla og sendi frá sér nú fyrir jólin nýja bók. Eru söguhetjurnar þær hinar sömu og í bókinni Þegar við Kalli vorum strákar. Þeir félagar, ég og Kalli, hafa síður en svo lagt árar í bát og eru uppátæki þeirra mörg og óútreiknanleg. — Alltaf er eitthvað að gerast í kringum þá félaga. Ef ekki er annað að gera þá er ort: „í fjörum oft má finna skel, ef farið er að leita. en bestur alls, það veit ég vel, er vinur minn hann Gabríel.“ Þetta er vísan, sem Kalli orti hér um bil alveg um köttinn sinn Gabríel. Fékk bara pínulitla hjálp frá ömmu sinni, sem alltaf var að kenna honum vísur eftir einhvern Hallgrím. Sögurnar í bókinni eru sjö talsins og hver annarri kostulegri. Orn á mjög létt með að skrifa gamanmál og gæða frásöguna lífi án þess þó að hún verði fjarstæðukennd. Enda spurði mig lítill kunningi minn, þegar ég las honum söguna Halarnir á kúnum: „þetta er alveg satt, er það ekki?“ Halldór Pétursson hefur myndskreytt bókina og bregst honum ekki bogalistin. — Bókin er prentuð með afar skýru og læsi- legu letri, er kemur sér vel fyrir hina ungu lesendur, sem eflaust fagna frekari kynn- um af þeim félögum. — Orn, haf þökk fyrir bráðskemmtilega barnabók. — Y. H. HEIMILI OG SKÓLI - 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.