Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 11
SIGRIÐUR THORLACIUS
FULLORÐINSFRÆÐSLA
Blaðstjórn Heimilis og skóla kann
frú Sigríði Thorlacius bestu þakkir
fyrir ágæta og skilmerkilega grein um
fullorðinsfrœðslu.
Frú Sigríður er löngu landskunn
fyrir þáttöku sína á opinberum vett-
vangi, einkum málefnum sem konur
varða. Hán er formaður Kvenfélaga-
sambands Islands og ó, vegum þess átti
hán sœti í þeirri nefnd sem átbjó laga-
frumvarpið um fullorðinsfræðslu og
var hán ritari nefndarinnar.
Þegar þessar línur eru ritaðar, hefur
frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu ver-
ið lagt fram á Alþingi. Aður höfðu margir
aðilar fengið það til umsagnar og sumir
þeirra látið í liós álit sitt. Öllum er ljóst,
að frumvarpið er miðað við það að sett
verði rammalöggjöf, sem fylla má inn í
með reglugerðum eftir því, sem reynslan
sýnir að þörf verður á. Er umsvifaminna að
setja reglugerðir en lög um hin smærri
atriði. Þessi leið hefur m. a. verið valin
með hliðsjón af því, að fræðslutilboð kynnu
að verða fjölþættari, ef ekki yrðu í upp-
hafi settar of þröngar reglur.
Sumir hafa hnotið um það ákvæði 1. gr.
frv., að markmið fullorðinsfræðslunnar sé
að hún verði annar þáttur í menntakerfi
þjóðarinnar, œvimenntun, og jafnrétthá hin-
um þættinum, hinu lögbundna skólakerfi,
frummenntuninni. Hafa menn jafnvel skilið
það svo, að stefnt væri að jafn dýru mennta-
kerfi við hlið frummenntunar. Svo er ekki.
Að tilmælum menntamálaráðuneytisins
samdi nefndin, sem að frumvarpsgerðinni
stóð, viðbótarákvæði um kostnaðarhlið
framkvæmdanna í upphafi og er þar gert
ráð fyrir fimm hundraðshlutum til fullorð-
insfræðslu miðað við fjárframlög til hins
HEIMILI OG SKÓLI
5