Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 56

Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 56
spilapeningum er blandað saman og barnið látið flokka hlutina í hrúgur. Perluþrœðing er enn skemmtileg á þessu aldursskeiði. Perlurnar geta nú verið litlar og úr plasti eða gleri. Brúðuleikurinn á miklu hlutverki að gegna, allt fram á skólaaldur. Brúður ættu ekki að vera margar, en í staðinn sæmilega vel búnar að fötum. Ungbarnbrúðunni má tefla fram, þegar barnið er orðið 5 ára eða þar um bil. Brúðunímið skyldi nú vera búið öllum sængurldæðum; þegar hér er komið kann barnið skil á öllum ixtbúnaði rúmsins og getur búið um sjálft. Klæði- brúður em ekki sérlega heppilegar á þessu aldursskeiði, heldur er hyggilegt að láta þær bíða, þar til komið er á skólaaldurinn. Leikföng fyrir 6 ára börn Á þessum aldri fara börnin að fást við ýmiss konar tilraunir. Vélrœnir hlutir, sem hœtt er að nota, eru þess vegna gott við- fangsefni; úr og klukkur, gömul útvarps- tæki (þó ekki með raímagnssnúru og tengli), stækkunargler, málband, bréfavog. Við byggingarefnið má bæta „Connector- kassa,“ en í honum eru kubbar og hjól með götum, sem tengd eru saman með pinnum og þannig búnar til ýmiss konar samstæður. Mekkanó úr tré eða plasti er líka gott og tiltölulega ódýrt. Skemmtileg spil komast á dagskrá Kúluspil, Fía, Svarti Pétur, Skrýtnu fjölskyldurnar, reikningsspil ýmiss konar og bókstafaspil. Gætið þess að gera ekki kröfu til að barnið fari nákvæmlega eftir leikreglun- um. Takið ekki strangt á því, þótt barnið hafi rangt við til að vinna. Smám saman skilst barninu betur tilgangurinn með því að hafa leikreglur. Reiknings- og bókstafa- spil er rétt að taka þá fyrst til við, er barnið fer sjálfkrafa að sýna áhuga á tölum og bókstöfum. Leikbrúður eru dýrar í innkaupum, en skemmtilegar fyrir þetta aldursskeið. Ef mömmu og pabba blöskrar ekki fyrirhöfnin, er þó hægt að búa þær til heima úr pappírsmassa. Blaðapappír er látinn liggja í bleyti eina nótt og síðan hnoðaður með lími saman í kúlu utan um pappírsrúllu. Andlitsdrættir eru mótaðir í kúluna, og þegar andlitið er orðið vel þurrt, er það málað og fest á það ýmislegt sem til heyrir, garnhár og föt. Fötin skulu saumuð, svo að unnt sé að smeygja þeim upp á höndina. 6 ára barn vill vera mikið úti við. Hent- ug leikföng eru sippuband, boltar, bæði stórir til að sparka og minni til að kasta í vegg og veltigjörð með priki. Að vetrarlagi: Skíði, skautar og stýris- sleði. Gangið úr skugga um að sleðabrekk- an sé hættulaus, að því er umferð varðar. Snjóþotur eru ekki hættulausar. Hraðinn á þeim verður mikill, og börnin eiga í erf- iðleikum með að stýra þeim og stjórna hraðanum; þess vegna verður hætt við ó- höppum. 4—6 ára aldurinn er það skeið, þegar áhuginn á sögum og ævintýrum er í algleym- ingi. Heimur ævintýranna gefur ímyndun- araflinu ríkulegan efnivið, en það skiptir miklu að valdar séu góðar ævintýrabækur. Oft má fá gagnlegar leiðbeiningar í bóka- verslunum. Það er góð regla að hafa í huga, 50 - HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.