Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 32
slíks kerfis minnkar kostnaðurinn á hvern
nemanda drjúgum að sama skapi og nem-
endum fjölgar. En þegar við bættist kennsla
innan fjögurra veggja skólastofunnar, sem
reyndar var æskilegt, breyttist viðhorfið.
Hver nemandi, sem bætist í hópinn, veldur
aukakostnaði, og sé fjárhagur þröngur
verður einnig að takmarka aðgang. I upp-
hafi var áætlað að háskólinn tæki við tutt-
ugu og fimm þúsund nemendum árlega og
að frádregnum þeim, sem úr lestinni helt-
ust, var gert ráð fyrir að stöðug hámarks-
tala nemenda næði fimmtíu þúsundum að
þrem árum liðnum. Kostnaður við þetta
samkvæmt áætlunum, er þá voru gerðar,
hefði numið á fyrsta ári 5.5 milljónum
sterlingspunda, 6.8 milljónum punda á öðru
ári og 7.8 milljónum punda á hinu þriðja.
Af fjárhagsástæðum var samt ákveðið að
takmarka fjöldann verulega en þó ekki ó-
hóflega. I reynd var tekið á móti á fyrsta
og öðru ári 24000 og 20500 nemendum. Á
þriðja ári mætti búast við að innritanir
verði frá fimmtán til átján þúsund allt eftir
því hve rýrnun verður mikil. Telja má
sennilegt að stöðug hámarkstala nemenda
verði nú alls um fjörutíu þúsund.
Hömlur þessar valda einnig töluverðum
vanda í vali. Háskólinn hefur fylgt þeirri
meginreglu að enginn verðandi nemandi
skuli útilokaður frá námi vegna skorts á
undirbúningsmenntun. Nemendur eru þess
vegna teknir í þeirri röð sem þeir sækja
um. Auk heildartakmarkana á innritun
verða að vera fyrir hendi takmarkanir á
aðsókn í hinar ýmsu námsgreinar til að
tryggja sanngjarna skiptingu nemenda milli
þeirra svo og milli umdæma og atvinnu-
greina. Árangur aðferðar þessarar, sem er
óhjákvæmilega nokkuð margbrotin, er sem
hér segir. Fyrsta árið bárust 43000 um-
sóknir. Inngöngu hlutu 24000 nemendur
og þeir greiddu innritunargjöld sín. Að
loknum þriggja mánaða reynslutíma
greiddu 19000 nemendur eftirstöðvar náms-
gjaldsins og gerðust fullgildir nemendur
háskólans. Annað árið sem skólinn starfaði
bárust 35000 umsóknir og 20500 nemend-
ur hafa innritast og greitt bráðabirgða inn-
ritunargjald sitt. Fjöldi umsækjenda er mik-
ill, enda þótt þeir séu færri en fyrsta árið.
Þykir þetta ekki markvert, því að starfsemi
háskólans er ekki lengur nýnæmi, og fleir-
um er kunnugt um kröfur þær sem námið
gerir til nemandans. Ekki telst það heldur
kynlegt þótt um það bil 20% nemenda hafi
horfið frá námi á fyrstu þrem mánuðum
ársins. Slíkar tölur eru algengar í bréfa-
námskeiðum um heim allan og tala þessi
lækkar (af ofangreindum ástæðum) senni-
lega verulega á öðru ári. Hitt er athyglis-
vert að tala umsókna skuli haldast svo há
sem raun ber vitni og að tala þeirra, er
hverfa frá námi skuli vera svo lág. I lok
fyrsta árs luku 75% af þeim 19000 nem-
endum, sem stóðust þriggja mánaða reynslu-
tímann, prófi og hlutu námseiningar sínar.
Þetta er sannfærandi vinisburður bæði um
góða nemendur og gæði kennslunnar sem
þeir nutu.
Nákvæmar upplýsingar um þennan hóp
nemenda eru ekki fyrir hendi. Við vitum
að tveir þriðju hlutar þeirra eru karlmenn
og einn þriðji hlutinn er kvenfólk. Um
50% nemenda eru á aldrinum tuttugu og
eins árs til þrítugs, um 40% þeirra eru milli
þrjáíu og eins árs og fjörutíu og fimm ára
aldurs. Um 10% nemenda eru eldri en
fjörutíu og fimm ára. Um 30% nemenda
eru kennarar, 12% eru í öðrum launastétt-
26 - HEIMILI OG SKÓLI