Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 55
gróf og oddlaus (javanál), og ullargarn
eða perlugarn er heppilegt. Efnið ætti í
fyrstu að vera gróft og gjarnan dálítið stíft
(strigi eða gólfklútsefni). Mamma verður
að hjálpa til og sýna hvernig á að fara að,
en rekið ekki upp ljót og ójöfn spor, þá
missir barnið áhugann.
Til að smíða
Á aldrinum 5—6 ára geta bæði telpur
og drengir lært að fara með einföld verk-
færi. Sýnið barninu, hvernig það á að beita
verkfærunum, en látið það gera smíðisgrip-
mn sjálft, án þess að gera kröfu til að vinn-
an verði lýtalaus. Traust og óviðkvæm borð-
plata er nægilega góð sem undirstaða við
smíðarnar. Lítill hamar, naglbítur, sög af
minnstu gerð, þjöl og sandpappír eru
heppileg verkfæri. Sem smíðaefni má benda
á timburafganga, tóm tvinnakefli og kassa
auk nagla.
Til leikja að vatni og sandi
Einnig stálpuð börn hafa gaman af að
leika sér að vatni og sandi, en vilja kannski
haga leikjunum öðru vísi en yngri börnin.
5 ára barn vill gjarnan þvo brúðuföt, hjálpa
til við uppþvott og einföld ræstingarstörf.
6 ára barni má fá desilítra- og hálflítra-
mál, trektir og slöngur, og við leik að þess-
um hlutum fær það kannski hugmynd um
rúmmál og stærðir.
I sandinum leggur barnið vegi, grefur
jarðgöng og hella og ekur bílum. Venjuleg
skófla er betri en hinar veikbyggðu barna-
skóflur. Hrífu er líka skemmtilegt að hafa,
svo og sandskóflu, sem að vetrinum má líka
oota í snjónum.
Til búninga- og hlutverkaleikja
þarf gömul föt, hatta, skó, veski, hálsfest-
ar eða annað af því tagi. Gömul glugga-
tjöld og teppi eru góð, ekki einungis í
„þykjustuleikjum,“ heldur líka við kofa-
byggingar.
Meðal annarra skemmtilegra hluta má
nefna læknistæki, hárrúllur, spsgil og
greiðu fyrir hárgreiðsluleik, svo og indíána-
og kúrekabúninga.
Leikföng fyrir 4—5 ára börn
Kubbar úr tré og plasii af ýmsum stærð-
uni, einnig kubbar með tökkum (eins og
Lego-kubbar). Til viðbótar við byggingar-
efnið er ágætt að hafa menn, dýr, tré og
annað þess háttar úr plasti. Það veitir meiri
möguleika í leiknum, ef t. d. er hægt að
hafa búgarðinn, sem byggður er úr kubb-
unum, fullan af dýrum. Samstæða úr l"é
(til að setja saman), með járnbrautartein-
um, brú og lest. Rafknúnu lestirnar geta
hins vegar beðið nokkur ár.
Raðleikir (púsluspil) eru skemmtilegir
fyrir börn á þessum aldri og þjálfa form-
skynið. Fyrsti raðleikurinn ætti að vera með
fáum og stórum myndhlutum, en smám
saman má gera viðfangsefnið þyngra með
því að nota raðleiki með fleiri og minni
hlutum.
Samstœðuspil þjálfa m. a. hæfileikann
til að sjá hvað saman á, svo og eftirtekt
smáatriða. Sem dæmi um samstæðuspil má
nefna „árstíðirnar,“ sem er saman sett af
4 myndum. Á smáplötum eru einstök atriði
úr myndunum og á að finna hvaða mynd
þau tilheyri.
Flokkun er líka skemmtilegt viðfangs-
efni. Mislitum pappasnifsum, hnöppum eða
HEIMILI OG SKÓLI -