Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 30
ástæðum órjúfanlega skuldbundinn til að
auka framleiðsluna næstu árin. Með sama
áframhaldi verða fjögur fyrstu námskeiðin,
sem samtímis voru haldin, brátt þrjátíu eða
jafnvel enn fleiri. Prentuðu bækurnar, sem
voru þrjátíu og þrjár, verða áður en varir
orðnar fleiri en hundrað og vikulegu útsend-
ingarnar, sem eru nú eitt hundrað og fjöru-
tíu að tölu í hvorum miðli (sjónvarpi og
útvarpi), verða senn fleiri en fjögur hundr-
uð og þar fram eftir götunum.
Þessari miðvæddu fjarskipta-kennslu til
styrktar og stuðnings og ekki síður mikil-
vægar eru umdæmisskrifstofurnar og náms-
stöðvarnar um land allt, er annast eftirlit
og gefa nemendum kost á að hitta ráðgjafa
og kennara augliti til auglitis. Slíkir fundir
eru einmitt ásamt útvarpi og sjónvarpi svo
vel til þess fallnir að brjóta niður múr ein-
angrunarinnar, sem hrjáir flesta þá nem-
endur er stunda nám með bréfaskiptum.
Á þennan hátt verður og fjarskipta-kennsl-
an og þættir hennar mannlegri. Reknar eru
tólf umdæmaskrifstofur, sem skipaðar eru
hver um sig forstöðumanni og takmörkuðu
starfsliði kennara í fullu starfi ásamt ráð-
gjöfum, sem leiðbeina og stjórna starfsemi
á 260 námsstöðvum og annast umsjón með
fimm þúsund stundakennurum og ráðgjöf-
um. Sérhver námsstöð, sem venjulega er
hýst í einhverri æðri menntastofnun á hverj -
um stað, er búin fundarsal og kennslustof-
um, sjónvarpi og útvarpi, safni bréfaverk-
efna og fræðsluritum. Einnig er þar að
íinna upptökur allra sjónvarps- og útvarps-
þátta og tæki til að nota þær. Á stærri náms-
stöðvum eru að auki tölvustofnar. Náms-
stöðvar þessar eru nemendum opnar öll
24 - HEIMILI OG SKÓLI