Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 20

Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 20
ráðstefnunnar á vegum Unesco árið 1960 urðu sýnu meiri heldur en Helsing0r-ráð- stefnunnar. — Að því stuðlaði ekki minnst að margir aðilar, stjórnvöld margra landa, frjáls félagasamtök svo og hagsmunasamtök margvísleg og þá ekki síst verkalýðshreyf- ingar og samtök vinnuveitenda, en þar komu fram tveir meginaðilar vinnumarkaðarins, létu fullorðinsfræðsluna til sín taka og það svo um munaði. Þá var hitt einnig til að glæða skilning á mikilvægi þessa þáttar að ríkjaheildir, er leituðust við að efla menn- ingarlega og félagslega samstöðu, svo sem Evrópuráðið, fylgdu eftir ályktunum þeim sem gerðar höfðu verið á ráðstefnu Unesco svo og ábendingum ýmsum er þar höfðu komið fram. — Urðu af þessu öllu mikil umbrot í menntamálum flestra landa og þá ekki síst meðal vestrænna þjóða. Er það og mála sannast að eftir 1960 hefur fræðslu- kerfum flestra Vesturlanda verið breytt svo verulega að telja má til byltingar. Jafn- framt hinu hefðbundna fræðslukerfi, the formal education, eins og þetta er kallað á enskri tungu eða formelle undervisning á máli frænda okkar á Norðurlöndum hefur verið tekin upp skipuleg fullorðinsfræðsla. Fullorðinsfræðslan hefur verið greind í þrennt. í fyrsta lagi hefur verið um að ræða fullorðinsfræðslu, sem gerði mönnum mögulegt að ljúka ýmsum áföngum hins hefðbundna skólakerfis og fullorðnum sköp- uð aðstaða til að stunda það nám, án þess að þurfa að þræða sömu braut og hinir ungu.Þá hefur í annan stað verið komið á fjölþættari fullorðinsfræðslu í formi end- urmenntunar og áframhaldandi menntun- ar þeirra sem rækja ákveðin störf í þjóðfé- laginu, en telja sér nauðsynlegt að fylgjast með nýjungum og afla sér viðbótarþekking- ar. Þessi annar þáttur fullorðinsfræðslunn- ar er einkum og sér í lagi tengdur atvinnu- lífinu og skipulagður og að ýmsu fram- kvæmdur af aðilum vinnumarkaðarins. — I þriðja lagi hefur verið komið á fullorðins- fræðslu að sinna fyrst og fremst hinu fé- lagslega og menningarlega. Þessi þáttur fullorðinsfræðslunnar er einkum ræktur af frjálsum félagasamtökum, en nýtur engu að síður stuðning hins opinbera heldur en hin- ir tveir fyrri þættir sem greint var frá. 4. RÁÐSTEFNA í TOKÍÓ ÁRIÐ 1972 Hinn öri vöxtur fullorðinsfræðslunnar á 7. áratug aldarinnar frá 1960—1970 í nær öllum löndum heims og þá alveg sérstak- lega á Vesturlöndum og í Ráðstjórnarríkj- unum gerði það eðlilegt að enn væri efnt til ráðstefnu um þennan þátt á vegum Un- esco. Sú ráðstefna var undirbúin með sér- stöku móti. Sameinuðu þjóðirnar lýstu ár- ið 1970 alþjóðlegt menntaár, International Education Year, og hvöttu til þess að taka menntamál veraldar til gagngerrar endur- skoðunar. Jafnframt var því lýst yfir að haldin myndi ráðstefna um fullorðins- fræðslu í byrjun 8. áratugarins á vegum Unesco og aðildarþjóðir Sameinuðu þjóð- anna svo og Unesco beðnar að undirbúa ráð- stefnuna með margvíslegum athugunum, skýrslugerðum og gagnasöfnun. Vestur-Evrópuþjóðir hófu undirbúning þennan innan Evrópuráðsins og fólu því að hafa frumkvæði svo og að gera drög að framtíðarskipan í fræðslumálum á Vestur- löndum. Hér var ekki látið sitja við orðin tóm. Fyrir ráðstefnu Unesco sem getið var í upp- hafi þessa máls og haldin var dagana 25. júlí til 7. ágúst í Tokíó hafði verið gengið 14 - HEIMILI OG SKÖLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.