Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 20

Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 20
ráðstefnunnar á vegum Unesco árið 1960 urðu sýnu meiri heldur en Helsing0r-ráð- stefnunnar. — Að því stuðlaði ekki minnst að margir aðilar, stjórnvöld margra landa, frjáls félagasamtök svo og hagsmunasamtök margvísleg og þá ekki síst verkalýðshreyf- ingar og samtök vinnuveitenda, en þar komu fram tveir meginaðilar vinnumarkaðarins, létu fullorðinsfræðsluna til sín taka og það svo um munaði. Þá var hitt einnig til að glæða skilning á mikilvægi þessa þáttar að ríkjaheildir, er leituðust við að efla menn- ingarlega og félagslega samstöðu, svo sem Evrópuráðið, fylgdu eftir ályktunum þeim sem gerðar höfðu verið á ráðstefnu Unesco svo og ábendingum ýmsum er þar höfðu komið fram. — Urðu af þessu öllu mikil umbrot í menntamálum flestra landa og þá ekki síst meðal vestrænna þjóða. Er það og mála sannast að eftir 1960 hefur fræðslu- kerfum flestra Vesturlanda verið breytt svo verulega að telja má til byltingar. Jafn- framt hinu hefðbundna fræðslukerfi, the formal education, eins og þetta er kallað á enskri tungu eða formelle undervisning á máli frænda okkar á Norðurlöndum hefur verið tekin upp skipuleg fullorðinsfræðsla. Fullorðinsfræðslan hefur verið greind í þrennt. í fyrsta lagi hefur verið um að ræða fullorðinsfræðslu, sem gerði mönnum mögulegt að ljúka ýmsum áföngum hins hefðbundna skólakerfis og fullorðnum sköp- uð aðstaða til að stunda það nám, án þess að þurfa að þræða sömu braut og hinir ungu.Þá hefur í annan stað verið komið á fjölþættari fullorðinsfræðslu í formi end- urmenntunar og áframhaldandi menntun- ar þeirra sem rækja ákveðin störf í þjóðfé- laginu, en telja sér nauðsynlegt að fylgjast með nýjungum og afla sér viðbótarþekking- ar. Þessi annar þáttur fullorðinsfræðslunn- ar er einkum og sér í lagi tengdur atvinnu- lífinu og skipulagður og að ýmsu fram- kvæmdur af aðilum vinnumarkaðarins. — I þriðja lagi hefur verið komið á fullorðins- fræðslu að sinna fyrst og fremst hinu fé- lagslega og menningarlega. Þessi þáttur fullorðinsfræðslunnar er einkum ræktur af frjálsum félagasamtökum, en nýtur engu að síður stuðning hins opinbera heldur en hin- ir tveir fyrri þættir sem greint var frá. 4. RÁÐSTEFNA í TOKÍÓ ÁRIÐ 1972 Hinn öri vöxtur fullorðinsfræðslunnar á 7. áratug aldarinnar frá 1960—1970 í nær öllum löndum heims og þá alveg sérstak- lega á Vesturlöndum og í Ráðstjórnarríkj- unum gerði það eðlilegt að enn væri efnt til ráðstefnu um þennan þátt á vegum Un- esco. Sú ráðstefna var undirbúin með sér- stöku móti. Sameinuðu þjóðirnar lýstu ár- ið 1970 alþjóðlegt menntaár, International Education Year, og hvöttu til þess að taka menntamál veraldar til gagngerrar endur- skoðunar. Jafnframt var því lýst yfir að haldin myndi ráðstefna um fullorðins- fræðslu í byrjun 8. áratugarins á vegum Unesco og aðildarþjóðir Sameinuðu þjóð- anna svo og Unesco beðnar að undirbúa ráð- stefnuna með margvíslegum athugunum, skýrslugerðum og gagnasöfnun. Vestur-Evrópuþjóðir hófu undirbúning þennan innan Evrópuráðsins og fólu því að hafa frumkvæði svo og að gera drög að framtíðarskipan í fræðslumálum á Vestur- löndum. Hér var ekki látið sitja við orðin tóm. Fyrir ráðstefnu Unesco sem getið var í upp- hafi þessa máls og haldin var dagana 25. júlí til 7. ágúst í Tokíó hafði verið gengið 14 - HEIMILI OG SKÖLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.