Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 9
legri fræðslu sem til þess er ætluð að hjálpa einstaklingum og liópum að njóta frístund- anna, gera þær að sönnum ávinningi en ekki hefndargjöf eins og sumstaðar virðist vera, að menn fyndu ráð til að gera tómstundirn- ar að tíma sköpunar og lífsnautnar, en ekki tíma lífsleiða, sem kallaði fram þrá og þörf að drepa tímann.“ Astæður þessar varpa m. a. nokkuð skýru Ijósi á þau sjónarmið nefndarmanna, sem fram koma í 1. lagagrein frumvarpsins um fullorðinsfræðslu. En þar segir svo um markmið fullorðins- fræðslu: „Fullorðinsfræðsla hefur að markmiði að skapa öllum skilyrði til þroska bæði sem einstaklingum og samfélagsþegnum. Full- orðinsfræðsla er annar þáttur í menntakerfi þjóðarinnar, œvimenntun, og er hún jafn- rétthá hinum þættinum, hinu lögbundna skólakerfi, frummenntuninni. Fullorðinsfræðsla getur verið með þrennu móti: a) Skólanám, hliðstæða fnimmenntunar- innar. b) Starfsnám, viðbótarmenntun, endur- menntun og ummenntun í tengslum við atvinnulífið í víðtækustu merkingu. c) Frjálst nám og frístundamenntun til þekkingar og menningarauka.“ Ekki er að efa, að ýmsum kann að þykja fullhátt siglt, þar sem í greininni er talað um jafnan rétt hinna tveggja þátta ævi- menntunar, þ. e. fullorðinsfræðslunnar og frummenntunarinnar og sú spurning hlýtur óhjákvæmilega að vakna: Hvað kostar þetta allt saman? I ítarlegri greinargerð og skýringum sem fylgja frumvarpinu gerir nefndin m. a. grein fyrir þeim viðhorfum sem fram koma í markmiðsgreininni og segir: „Með áherslu á hinn jafna rétt er á þessu stigi átt við tvennt öðru fremur: a) Nám það og fræðsla, sem stundað er og veitt á grundvelli laga um fullorðins- fræðslu, skal á allan hátt metið jafngilt því námi og þeirri fræðslu, sem stund- uð er og veitt á grundvelli laga um frumfræðslu. Skal vera hægt að sýna fram á með námsmati og prófum að um hliðstæðu sé að ræða. b) Um er að ræða hiklausa stefnuyfirlýs- ingu þess efnis að engu minni rækt verði við það lögð að byggja upp, þróa og efla fullorðinsfræðsluþáttinn en frum- fræðsluþáttinn. Ætlunin skal ekki vera að gera fullorðinsfræðsluþáttinn að hornreku í menntakerfi þjóðarinnar, til dæmis með því að líta á þann þátt sem uppfyliingarþátt og viðauka við frum- fræðsluþáttinn, en hafna sérstöðu hans og sjálfstæðu gildi. Á hinu síðast nefnda er mikil hætta og þarf naumast að fara um hana fleiri orðum.“ Að vísu er hér ekki fjallað beinum orð- um um kostnaðarhlið framkvæmdanna, en augljóst er að nefndarmenn líta svo á að þessi skipan komist ekki á í einum áfanga heldur verði um þróun að ræða, háða fjár- framlagi hverju sinni (sbr. grein Sigríðar Thorlaeius hér í blaðinu). I síðari málsgrein 1. greinar frumvarps- ins er gert ráð fyrir að greina megi full- orðinsfræðsluna í þrjá flokka. í skýringum þar við segir svo: „Er svo kveðið á að fullorðinsfræðslan geti verið skólanám ætlað fullorðnum, þ. e. þeim, sem horfið hafa að störfum í atvinnu- lífinu um nokkurt skeið, skal það skólanám HEIMILI OG SKÓLI 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.