Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 54

Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 54
Foreldraþáttur Leikföng og viðfangsefni 4 — 6 ára barna í leiknum fær barnið tækifæri til að tjá gleði sína og aðrar tilfinningar, það fær út- rás fyrir athafnaþörf sína og þjálfar hæfni sína til samskipta við aðra. Um leið æfir barnið skilningarvitin á eðlilegan og skemmtilegan hátt, það þjálfar tilfinningu, jafnvægi, lita- og formskyn, minni og einn- ig samtengingar- og ályktunarhæfni. í leiknum lærir barnið tök á mörgum undirstöðuatriðum, sem eru nauðsynleg fyrir tilfinningalega og gáfnalega þroskun þess, en leikurinn er ávallt fyrst og fremst leikur og einmitt sem slíkur algerlega nauð- synlegt fyrirbæri. Stundum leikur barnið frá sér hræðslu og kvíða og verður þannig rólegra og áttar sig betur á því, sem virtist ógnvekjandi. Læknisleikir geta stundum verið dæmi um þetta, einkum ef leikirnir eru tengdir lækn- isvitjun eða sjúkrahússferð. I þessu sambandi skiptir að sjálfsögðu miklu, að barnið eigi völ á leikföngum og öðrum föndurgögnum, og hér verður reynt að benda á ýmislegt af því tagi, sem er hvort tveggja í senn: skemmtilegt og nytsamlegt. 4—6 ára Hinu eiginlega smábarnaskeiði er nú lokið, og í því felst m .a., að barnið er farið að geta klætt sig, matast o. fl. með æ minni hjálp. Ef leiksvæðið er vel varið og nálægt heimilinu, getur barnið líka leikið sér á eigin spýtur utan húss. Leikgögn sem barnið getur sjálft búið til Til að teikna og mála þarf stórar papp- írsarkir (úrgangspappír) og vaxliti, og fyr- ir 6 ára börn blýanta og tréliti. Þekjuliti (dextrinliti) og breiða pensla. Vatnslitir og hárpenslar eru ekki sérlega heppilegir. Til að móta má fá bæði plastleir og „bökunarleir“ (ker- gerðarleir). Hinn síðarnefnda má kaupa í kílóatali og geyma lengi, ef hann er vafinn inn í raka rýju og hafður í lokuðum bauk. Til að klippa og líma Oddsljó skæri, marglitur pappír, pappi og blöð til að klippa út myndir úr. Dextrin- lím og penslar. Límburðurinn gengur betur með pensli en túbu. Til að sauma A aldrinum 5—6 ára geta bæði drengir og telpur lært að sauma. Nálin á að vera 48 - HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.