Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 54

Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 54
Foreldraþáttur Leikföng og viðfangsefni 4 — 6 ára barna í leiknum fær barnið tækifæri til að tjá gleði sína og aðrar tilfinningar, það fær út- rás fyrir athafnaþörf sína og þjálfar hæfni sína til samskipta við aðra. Um leið æfir barnið skilningarvitin á eðlilegan og skemmtilegan hátt, það þjálfar tilfinningu, jafnvægi, lita- og formskyn, minni og einn- ig samtengingar- og ályktunarhæfni. í leiknum lærir barnið tök á mörgum undirstöðuatriðum, sem eru nauðsynleg fyrir tilfinningalega og gáfnalega þroskun þess, en leikurinn er ávallt fyrst og fremst leikur og einmitt sem slíkur algerlega nauð- synlegt fyrirbæri. Stundum leikur barnið frá sér hræðslu og kvíða og verður þannig rólegra og áttar sig betur á því, sem virtist ógnvekjandi. Læknisleikir geta stundum verið dæmi um þetta, einkum ef leikirnir eru tengdir lækn- isvitjun eða sjúkrahússferð. I þessu sambandi skiptir að sjálfsögðu miklu, að barnið eigi völ á leikföngum og öðrum föndurgögnum, og hér verður reynt að benda á ýmislegt af því tagi, sem er hvort tveggja í senn: skemmtilegt og nytsamlegt. 4—6 ára Hinu eiginlega smábarnaskeiði er nú lokið, og í því felst m .a., að barnið er farið að geta klætt sig, matast o. fl. með æ minni hjálp. Ef leiksvæðið er vel varið og nálægt heimilinu, getur barnið líka leikið sér á eigin spýtur utan húss. Leikgögn sem barnið getur sjálft búið til Til að teikna og mála þarf stórar papp- írsarkir (úrgangspappír) og vaxliti, og fyr- ir 6 ára börn blýanta og tréliti. Þekjuliti (dextrinliti) og breiða pensla. Vatnslitir og hárpenslar eru ekki sérlega heppilegir. Til að móta má fá bæði plastleir og „bökunarleir“ (ker- gerðarleir). Hinn síðarnefnda má kaupa í kílóatali og geyma lengi, ef hann er vafinn inn í raka rýju og hafður í lokuðum bauk. Til að klippa og líma Oddsljó skæri, marglitur pappír, pappi og blöð til að klippa út myndir úr. Dextrin- lím og penslar. Límburðurinn gengur betur með pensli en túbu. Til að sauma A aldrinum 5—6 ára geta bæði drengir og telpur lært að sauma. Nálin á að vera 48 - HEIMILI OG SKOLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.