Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 22
SKÓLANEFND NESKAUPSTAÐAR: UMSÖGN um „frumvarp til laga um fullorðins- fræðslu44 og ábendingar um þann þátt fræðslumála. Blaðinu hefur borist umsögn skóla- nefndar Neskaupstaðar um frumvarp- ið til fullorðinsfrœðslulaga og er hún vissulega vel þegin sem framlag til þessa máls. Skólanefnd Neskaupstaðar virðist vera mjög áhugasöm og ötul í starfi og mœttu aðrar skólanefndir taka hana sér til fyrirmyndar í þeim efn- um. Skólanefnd Neskaupstaðar hefur á nokkr- um fundum rætt um „frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu,“ sem menntamálaráðu- neytið sendi nefndinni til umsagnar með bréfi dags. 9. sept. 1974 og fyrirhugað mun að flytja á yfirstandandi Alþingi. Skólanefndin liefur á fundi sínum í dag, 13. nóv. 1974, orðið sammála um svofellda umsögn: Skólanefnd Neskaupstaðar telur æskilegt, að á næstunni verði sett lög um fullorðinna- fræðslu, er kveði á um helstu markmið, er stefna beri að á því sviði, tengsl við hið op- inbera skólakerfi og beinan og óbeinan stuðning aðila við fullorðinnafræðslu. — Margt í framkomnu frumvarpi horfir þar í rétta átt, en skólanefndin telur þó, að svo yfirgripsmikil löggjöf sem þessi um fræðslu- þátt, sem mjög takmörkuð reynsla er feng- in af hérlendis, sé ótímabær, og sitthvað í fyrirhugaðri stjórnsýslu og fjármögnun þurfi athugunar við, áður en lögfest yrði. Verður hér vikið að nokkrum atriðum, sem skólanefndinni þykir rétt að vekja at- hygli á varðandi frumvarpið, eins og það nú liggur fyrir. 1. Tengsl við frummenntun Góður aðbúnaður opinberra aðila að frummenntun og skýr stefnumótun varð- andi hana er þýðingarmikil forsenda fyrir fullorðinnafræðslu og tengsl beggja þessara þátta í fjölbreytilegri og gagnlegri ævi- menntun. I framtíðinni mun fullorðinna- fræðslan víðast hvar á landinu þurfa að styðjast í ríkum mæli við stofnanir og starfs- krafta tengda frummenntuninni á öllum þremur stigum skólakerfisins. Af hálfu lög- gjafans vantar enn grundvallarstefnumótun varðandi framhaldsskólastigið og að nokkru um háskólastig. Þannig er afar brýnt, að í framhaldi af lögum um grunnskóla verði sett samræmd löggjöf um framhaldsskóla- stig, er m. a. taki til kostnaðar og innbyrðis tengsla allra skóla að grunnskóla loknum. Skiptir þar ekki minnstu máli svonefnd verk- og tæknimenntun, sem lengi hefur verið hornreka og vantað tengsl og jafnræði á við aðra fræðsluþætti. Skólanefndin teldi það vanhugsað, að fara að móta svo víð- tæka löggjöf um fullorðinnafræðslu, sem ekki síst er ætlað að grípa inn á marghátt- aða starfsmenntun, áður en sett hefur verið 16 - HEIMILI OG SKÖLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.