Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 22

Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 22
SKÓLANEFND NESKAUPSTAÐAR: UMSÖGN um „frumvarp til laga um fullorðins- fræðslu44 og ábendingar um þann þátt fræðslumála. Blaðinu hefur borist umsögn skóla- nefndar Neskaupstaðar um frumvarp- ið til fullorðinsfrœðslulaga og er hún vissulega vel þegin sem framlag til þessa máls. Skólanefnd Neskaupstaðar virðist vera mjög áhugasöm og ötul í starfi og mœttu aðrar skólanefndir taka hana sér til fyrirmyndar í þeim efn- um. Skólanefnd Neskaupstaðar hefur á nokkr- um fundum rætt um „frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu,“ sem menntamálaráðu- neytið sendi nefndinni til umsagnar með bréfi dags. 9. sept. 1974 og fyrirhugað mun að flytja á yfirstandandi Alþingi. Skólanefndin liefur á fundi sínum í dag, 13. nóv. 1974, orðið sammála um svofellda umsögn: Skólanefnd Neskaupstaðar telur æskilegt, að á næstunni verði sett lög um fullorðinna- fræðslu, er kveði á um helstu markmið, er stefna beri að á því sviði, tengsl við hið op- inbera skólakerfi og beinan og óbeinan stuðning aðila við fullorðinnafræðslu. — Margt í framkomnu frumvarpi horfir þar í rétta átt, en skólanefndin telur þó, að svo yfirgripsmikil löggjöf sem þessi um fræðslu- þátt, sem mjög takmörkuð reynsla er feng- in af hérlendis, sé ótímabær, og sitthvað í fyrirhugaðri stjórnsýslu og fjármögnun þurfi athugunar við, áður en lögfest yrði. Verður hér vikið að nokkrum atriðum, sem skólanefndinni þykir rétt að vekja at- hygli á varðandi frumvarpið, eins og það nú liggur fyrir. 1. Tengsl við frummenntun Góður aðbúnaður opinberra aðila að frummenntun og skýr stefnumótun varð- andi hana er þýðingarmikil forsenda fyrir fullorðinnafræðslu og tengsl beggja þessara þátta í fjölbreytilegri og gagnlegri ævi- menntun. I framtíðinni mun fullorðinna- fræðslan víðast hvar á landinu þurfa að styðjast í ríkum mæli við stofnanir og starfs- krafta tengda frummenntuninni á öllum þremur stigum skólakerfisins. Af hálfu lög- gjafans vantar enn grundvallarstefnumótun varðandi framhaldsskólastigið og að nokkru um háskólastig. Þannig er afar brýnt, að í framhaldi af lögum um grunnskóla verði sett samræmd löggjöf um framhaldsskóla- stig, er m. a. taki til kostnaðar og innbyrðis tengsla allra skóla að grunnskóla loknum. Skiptir þar ekki minnstu máli svonefnd verk- og tæknimenntun, sem lengi hefur verið hornreka og vantað tengsl og jafnræði á við aðra fræðsluþætti. Skólanefndin teldi það vanhugsað, að fara að móta svo víð- tæka löggjöf um fullorðinnafræðslu, sem ekki síst er ætlað að grípa inn á marghátt- aða starfsmenntun, áður en sett hefur verið 16 - HEIMILI OG SKÖLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.