Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 38
ákveðinna þátta verksins séu ýkt til áherslu-
auka. Sem dæmi nefni ég, að barn sem
teiknar persónu að grípa bolta mun teikna
handleggi og hendur stærri, vegna þýðing-
ar þessa líkamshluta innan heildarinnar.
Annars er barnið ekki fært um að sýna sér-
eiginleika hluta eða manna svo nokkru
nemi. Það er þá helst að það bæti inn á
myndina hatti, pípu, gleraugum eða slíku.
„Skemastigið“ hefur þetta tímabil oft
verið nefnt vegna þess að barnið tileinkar
sér ákveðið „skema,“ sem það endurtekur
síðan aftur og aftur. Manneskjuskemað er
t. d. hringlaga, þríhyrndur eða ferhyrnd-
ur búkur með höfði, mislöngum höndum og
fótum. Dýraskemað er oft hið sama hvort
um er að ræða kött eða fugl, þannig má
oft sjá fugl með fjóra fætur í teikningum
barna. Sama gildir um blóm, hús, bíla og
flest annað, sama skemað er endurtekið af
undarlegu tilbreytingarleysi. Húsið, sem er
eitt uppáhaldsverkefnið, er þannig nær allt-
af teiknað sem einbýlishús þó jafnvel höf-
undurinn búi í fjölbýlsihúsi.
Nú hættir barnið að verulegu leyti hug-
lægri notkun lita, það uppgötvar að tiltekn-
ir litir eru tengdir ákveðnum hlutum. Þessi
breyting er oft samfara lestrarnáminu, þar
sem barnið les og lærir að himininn sé
blár, grasið grænt o. s. frv. En þau kynni
ráða oft miklu um val lita síðar, þannig er
sami hlutur litaður sama lit hvar sem hann
kemur fyrir. Himinn er t. d. litaður blár þó
í regnmynd sé, og tré græn í vetrarmynd.
Þáttur leiðsagnarinnar er auðvitað mik-
ilsverður á þessu aldursskeiði ekki síður en
á þeim sem eftir koma. Og hefur kennslan
bein áhrif á þróun teiknileikni, þannig taka
síðari skeið fyrr við ef barnið nýtur réttrar
leiðsagnar.
Byrjun raunsœis, 9 til 11 ára
Þetta skeið hefst með aukinni línu- og
formtilfinningu barnsins. Engin skýr mörk
eru þó milli þessa skeiðs og þess á undan,
þar eð í teikningu barnsins blandast oft
saman einkenni beggja. í mannamyndum
hverfa þau form sem ónáttúrulegust eru,
svo sem kringlóttu og ferhyrndu formin.
Handleggir og fótleggir sem áður tengdust
bolnum lauslega, voru jafnvel misstórir og
gildir, tengjast nú réttar. Klæðaburði er
glögglega lýst og aukin tilraun gerð til að
túlka hreyfingu. Handleggir, sem áður voru
stífir og stóðu beint út, eru sýndir í mis-
munandi stellingu; beygðir, í vasa o. s. frv.
Hlutföll líkamans betur áréttuð, t. d. höfuð-
ið teiknað minna en áður miðað við búkinn.
Mörg sérkennileg verk verða til vegna
áherslu þeirrar sem barnið leggur á smá-
atriði, svo sem hárgreiðslu, peysumunstur
o. fl. Einkenni kynjanna verða skýrari, t. d.
í klæðaburði og jafnvel í línum líkamans.
Litanotkun verður blæbrigðaríkari en áður,
barnið skynjar fíngerðan mismun og upp-
götvar að t. d. rauður litur getur verið mis-
munandi rauður eftir því hvaða litum er
blandað í hann. Slíkar uppgötvanir vekja
ekki einasta áhuga barnsins á aukinni fjöl-
breytni í litavali, heldur vekja það til auk-
innar rýni, athugunar og skoðunar á mis-
munandi litbrigðum umhverfisins. Og fær
það til að sjá, en ekki bara horfa. Það hef-
ur komið fyrir í kennslustund, að barn leit
út um glugga kennslustofunnar á snævi-
þakta jörð og sagði: „Nei, sjáiði, snjórinn
er líka blár, jafnvel fjólublár.“
A þessum aldri byrjar barnið að reyna
að túlka rými með því að sýna hlutina
hvern aítan við annan, þannig að aðeins
hluti þess sem aftar er sést eða þá að nota
32 - HEIMILI OG SKÓLI