Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 37
mynda þessar samsetningar flatarmálsforma
fuxðu heillegar teikningar.
Venjulega við fjögurra til fimm ára ald-
ur á sér stað mikil breyting á teikni barns-
ins, sem hefur mótandi áhrif á teiknivirkni
þess síðar. Hreyfistarfsemin ein saman
nægir ekki lengur, heldur leitast barnið við
að draga upp mynd ákveðinna þátta um-
hverfisins, m. ö. o. leitar í myndsköpun
sinni eftir merkingu, samsvörun. Ætla má
að fyrst gerist það fyrir áhrif prentaðra
mynda, teikni fullorðinna eða sem oft er
að eigin mynd minnir á einhvern hlut um-
hverfisins. Hver svo sem vakinn er þarf
barnið að hafa náð tilteknum greindar-
þroska til þess að geta notfært sér hug-
myndir og tákn í mynd og jafnframt skynj-
að líkinguna. Þess er rétt að minnast að
þessi þróun á teiknisviðinu á sér ekki stað
fyrr en barnið hefur um nokkurn tíma leik-
ið sér af nokkru öryggi með hugmyndir og
tákn móðurmálsins. En að teikna eða mála
mynd er ákaflega flókin athöfn sem krefst
flókinnar hreyfistjórnar og algerrar sam-
hæfingar sjónar og hreyfingar.
Fyrsta teikning þessa tímabils er venju-
lega af manneskju, höfuð og tveir fótleggir,
sem þegar best lætur tengjast höfðinu. Fljótt
bætast við handleggir og búkur. I heild ein-
kennist þetta skeið þróunarinnar af sífelld-
um tilraunum með breytileg form. Oft ger-
ist það að barnið snýr frá upphaflegum
áformum um það af liverju eða hverjum
teikningin skuli vera ef teikningin á ein-
hverju stigi minnir það á eitthvað annað en
það upphaflega hafði hugsað sér. Það sem
auðkennir þetta skeið er að smáatriði í
teikningunni eru ekki nægilega sjálfstæð,
til að hafa merkingu séu þau tekin frá
heildinni.
Notkun lita byrjar nú að hafa verulegt
gildi fyrir barnið, þó ekki sem eiginleg lit-
skreyting, heldur er notkun þeirra mjög
huglæg. Notkun lita er háð sambandi barns-
ins við hlutinn sem það lýsir og tilfinningu
þess fyrir litnum sjálfum.
Frá 7 til 9 ára
A þessum aldri gegna umhverfisáhrif og
tilsögn veigamiklu hlutverki í þróun teikni-
leikni. Og jafnframt fer að gæta aukins
munar á verkum einstakra barna. Þess
vegna verða aldursmörk einstakra þróunar-
skeiða sífellt óöruggari og ber því að líta á
þau hér sem eins konar meðaltal. Einkenni
þessa skeiðs, sjö til níu ára, eru að eftir
allmiklar tilraunir tekst barninu að lýsa
fjölda fyrirmynda, sem sýna mikinn stöð-
ugleika. Þó er framsetningin talsvert langt
frá að vera natúralísk. Nei, það er öllu
lieldur skráning þess sem barnið veit um
hlutina, fremur en að það túlki það sem það
sér með augunum. Til dæmis er ekki óal-
„Skemateikning“ eftir 7 ára.
gengt þegar barn teiknar barnavagn, að það
sýni ungabarnið líka, vegna þess að það
veit að það er þar, þó ekki sjáist það.
Mjög algengt er að hlutverk og þýðing
HEIMILI OG SKÖLI
31